11.05.2011 22:25

Eyfi 50

  
Þann 17. apríl s.l. varð tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson "Eyfi" fimmtugur. Af því tilefni hélt hann í mikla tónleikaferð og heldur 50 tónleika víðsvegar um Ísland. Ferðin hófst 21. mars s.l. á Suðurlandi.  Eyfi verður með tónleika í Hvammstangakirkju mánudagskvöldið 16. maí n.k. og eru það 19. tónleikarnir af fimmtíu í röðinni.  Eyfi fer yfir ferilinn og spjallar á léttu nótunum við tónleikagesti og öll hans bestu lög ( Álfheiður Björk, Kannski er ástin, Nína, Ég lifi í draumi, Danska lagið, Góða ferð, Ástarævintýri(á Vetrarbraut), Dagar o.m.fl. ) munu hljóma þetta kvöld í kirkjunni. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og er aðgangseyrir kr. 2.000. Miðasala fer fram við inngang sjálft tónleikakvöldið.

Flettingar í dag: 3321
Gestir í dag: 175
Flettingar í gær: 5158
Gestir í gær: 128
Samtals flettingar: 975006
Samtals gestir: 50890
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 20:58:34