09.07.2012 11:46



Um verslunarmannahelgina verður haldið 15. unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi. Þar munu ýmsir ungir íþróttamenn og konur etja kappi saman og þar á meðal verður keppt í hestaíþróttum. Skráningu á mótið lýkur á miðnætti þann 29. júlí og er keppnisgjaldið 6.000 kr. Skráning fer fram hér


Dagskrá mótsins er eftirfarandi :
Laugardagur  

Keppni hefst kl. 11:00
Keppni lýkur kl. 17:00 

Sunnudagur 

Keppni hefst kl. 11:00
Keppni lýkur kl. 16:00

Flokkarnir og greinarnar á mótinu er eftirfarandi:

Keppnisflokkar: 

Börn 11 - 13 ára
Unglingaflokkur 14 - 17 ára
Ungmennaflokkur  18 ára

Keppnisgreinar: 

Tölt og fjórgangur 11 - 13 ára
Tölt, fjórgangur og fimmgangur 14 - 17 ára
Tölt, fjórgangur og fimmgangur 18 ára

Keppt er samkvæmt reglum Landssambands hestamannafélaga og verðlaunaafhending fer fram að keppni lokinni. 

Nánari upplýsingar á http://www.umfi.is/umfi09/unglingalandsmot/ 

Flettingar í dag: 1299
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1213
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 980545
Samtals gestir: 51063
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 19:27:48