23.04.2017 21:17

Hestafimleikamerki

Þann 8. april síðastliðinn stóðu aðstandendur fimleika á hesti fyir stórskemmtilegri uppákomu, þar sem 24 krakkar á aldrinum 6 til 14 ára tóku þátt í prófi í "Hestafimleikamerki", í fyrsta skipti á Íslandi.


Prófinu var skipt upp í 4 stöðvar, 2 bóklegar og 2 verklegar, ein á tréhesti og hin á alvöru hesti, þar sem krakkarnir settu sjálf saman æfingaprógramm eftir getu.

Á öllum 4 stöðvum voru prófdómarar og var ljóst að bæði þátttakendur höfðu æft sig vel og kennararnir lagt gríðarlega undirbúningsvinnu í þetta.

Að loknu prófi og eftir pizzu og kökur fengu allir prófskírteini með æfingum sínum og flotta slaufu sem viðurkenningu.
Hópurinn á eigið Lógó, flotta búninga og ber öll merki mikillar fagmennsku, enda menntaður hestafimleikakennari á ferð Kathrin Schmitt með gott samstarfsfólk þær Irinu Kamp og Katarinu Borg , sem vinna ómetanlegt starf innan félagsins. 

Texti: Hanný Heiler

 

Hestafimleikahópurinn er duglegur að æfa sig og halda sýningar. Hér fyrir neðan er skemmtileg mynd frá sýningu sem krakkarnir héldu á sjúkrahúsinu 18. apríl sl. 

 
 
 
Flettingar í dag: 3129
Gestir í dag: 169
Flettingar í gær: 5158
Gestir í gær: 128
Samtals flettingar: 974814
Samtals gestir: 50884
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 17:42:14