11.12.2017 08:47

Húnvetnska liðakeppnin 2018

Mót Húnvetnsku liðakeppninnar 2018



Mótin verða fjögur 2018 og að auki sameiginlegt lokamót með Skagfirðingum og Eyfirðingum.

·         Fyrsta mót laugardaginn 17. febrúar, keppt verður í Trec. 

·        
Annað mótið verður haldið laugardaginn 10. mars og þá verður keppt í fjórgangi V3 í 1., 2. og unglingaflokki, V5 í barnaflokki og 3. flokki. 

·        
Þriðja mótið verður haldið sunnudaginn 25. mars og þá verður keppt í fimmgangi F2 í 1., 2., og unglingaflokki. Tölti T2 opið öllum flokkum. Börn og 3. flokkur keppa i þrígangi.

·        
Fjórða mótið verður haldið laugardaginn 7. apríl og þá verður keppt í tölti T3 í 1., 2. og unglingaflokki og T7 í barna og 3. flokki.


Ekki er komin dagsetning á sameiginlegt lokamót.

Fyrirhugað er að liðin verði kvenna og karlalið.


Fyrirkomulag keppninnar og sameiginlegt lokamót verður útskýrt nánar á opnum félagsfundi Þyts sem verður auglýstur síðar.

 

Flettingar í dag: 2713
Gestir í dag: 144
Flettingar í gær: 5158
Gestir í gær: 128
Samtals flettingar: 974398
Samtals gestir: 50859
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 11:33:51