29.03.2009 00:46

Heimsmeistaramót 2009

 

Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum 2009 verður haldið 3.-9. Ágúst 2009 í Brunnadern í Sviss, á svæði umkringdu fjöllum. Nýjar brautir hafa nýlega verið byggðar. Þessi mynd sýnir hnýlega ér að ofan, byggðan hringvöll og samhliða nýjan skeiðvöll. Til vinstri við nýja hringvöllinn sést annar hringvöllur og skeiðbraut sem hægt er að nota við æfingar og upphitun. Aðstaða fyrir liðin verður staðsett vinstra megin á myndinni, aðal svæðið fyrir almenning er lengst til hægri á myndinni.

Reithof Neckertal, staðurinn þar sem Heimsmeistarakeppni íslenska hestsins 2009 fer fram, hefur unnið Toggenburger nýsköpunarverðlaunin 2008.

Þessi verðlaun eru veitt þriðja hvert ár til atvinnurekstrar á svæði Toggenburg í Sviss, þar sem bryddað er upp á nýjum hugmyndum, framleiðsluvöru eða lausnum.

Vel þekktir styrktaraðilar styrkja þennan atburð, svo sem Economic Agency í St. Gallen, Lions, Rotary, Kiwanis, Juniour Chamber og Business & Professional Women.

Það sem haft er að leiðarljósi þetta ár er "framsýni kveikir nýjungar". Hugtakið um Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Brunnadern hreif dómnefndina svo mikið að þeir stofnuðu Reithof Neckertal og hugmyndina um Heimsmeistarakeppnina 2009 ásamt alþjóðlegum fyrirtækjum.

Frekari upplýsingar varðandi Heimsmeistarakeppnina 2009 eru á www.islandspferde-wm.ch 

Listi yfir íþróttadómarana á Heimsmeistaramótinu 2009 í Brunnadern í Sviss hefur verið ákveðin. Yfirdómari er Einar Ragnarsson, vara yfirdómari er Claudia Clück. 11 dómarar hafa verið tilnefndir af meðlimum félaganna, 4 aðrir af valinni nefnd. 15. Dómarinn er Asa Ericsson, Christian Reischauer, Eve Petersen, Karin Hassing, Fi Pugh, Laura Pikhala Posti, Meike Löwe, Nicolai Thye, Per Kolnes, Rune Svendsen, Sophie Kovacs, Tómas Ragnarsson, Þorgeir Guðlaugsson, Uschi Heller Voigt og Will Covert.



heimild:
www.hestafrettir.is
Flettingar í dag: 749
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417936
Samtals gestir: 74854
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:29:37