01.04.2009 14:22

Yfirlýsing frá Jakobi Sigurðssyni

Kæru Þytsfélagar og aðrir.



Mikið var mér brugðið í morgun þegar mér var tilkynnt að Gunnar Þorgeirsson, liðstjóri liðs 3, hefði gefið út þátttöku mína í liðakeppni Þyts núna á föstudag. Ingveldur Ása Konráðsdóttir hringdi í mig eftir að hafa lesið þetta á heimasíðu hestamannafélagsins og var henni illa brugðið þar sem hún stóð í þeirri meiningu, eins og ég, að ég myndi keppa fyrir lið 2.  Ekki veit ég hvað Gunnari gekk til með þessu háttarlagi sínu en þetta leiðréttis hér með og bið ég alla vætti að vaka yfir Gunnari á þessum tímum og er það einlæg ósk okkar allra að hann fari að jafna sig á þessu höfuðhöggi sem hann hlaut fyrr í vetur.  Við félagarnir mætum á föstudag og leiðum lið 2 til sigurs, ekkert annað kemur til greina.

Virðingarfyllst


Jakob Sigurðsson

s. 898-7691




 

Flettingar í dag: 1246
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 6167
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 1755081
Samtals gestir: 83914
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:34:55