26.06.2009 09:17

Átta ræktunarbú



Ræktunarbússýningar gefa stórmótum alltaf skemmtilegan blæ og á fjórðungsmóti munu átta bú koma fram og skarta sínu besta á laugardeginum kl. 16.

Allt eru þetta hörku sterk bú og þau sem staðsett eru á Vesturlandi hafa öll komið fram á fyrri fjórðungsmótum á Kaldármelum en hin eru nýliðar á FM.

Hrossaræktunarbúin sýna hvert 5 hross og er það í traustum höndum, Ágústar Sigurðssonar, rektors Háskólans á Hvanneyri að velja sigurvegara.

Eftirtalin átta bú taka þátt í ræktunarbússýningu á FM 2009:

- Álftarós, Borgarbyggð
- Höfðabakki, Húnaþingi vestra
- Nýi bær 2, Borgarbyggð
- Skáney, Borgarbyggð
- Skjólbrekka, Borgarbyggð
- Steinnes, Austur-Húnavatnssýslu
- Stóriás, Borgarbyggð
- Tunguháls II, Skagafirði

Flettingar í dag: 940
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 3470
Gestir í gær: 269
Samtals flettingar: 2248869
Samtals gestir: 92198
Tölur uppfærðar: 3.9.2025 10:14:28