01.03.2011 14:42

Sparisjóðs-liðakeppnin - fimmgangur og tölt unglinga



Næsta mót í Sparisjóðs-liðakeppninni er fimmgangur og tölt unglinga. Staðan í mótaröðinni er þannig að lið 3 er efst með 90 stig, næst kemur lið 1 með 75 stig, þá lið 2 með 68 stig og fjórðu eru lið 4 með 54 stig.
Mótið verður haldið í Þytsheimum Hvammstanga 11. mars nk. Í fimmgangi verða tveir inn á í einu og er prógrammið, tölt, brokk, stökk, fet og skeið (skeiðið eru tveir sprettir fjær áhorfendum og einn í einu). Í tölti verður ekki snúið við og er prógrammið hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt.

Skráning sendist á email kolbruni@simnet.is og lokaskráningardagur er þriðjudagurinn 8. mars.

Skráningargjald er 1.500.- fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri.

Mótanefnd

Flettingar í dag: 2223
Gestir í dag: 130
Flettingar í gær: 1233
Gestir í gær: 138
Samtals flettingar: 1008382
Samtals gestir: 54684
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 14:06:23