01.12.2011 19:30

EFRI-FITJAR


Brennir frá Efri-Fitjum u. Krák og Ballerínu.



Á Efri-Fitjum eru inni eins og er sex hross. Hesthúsið á bænum er nýuppgert og var það tilbúið í janúar 2010, hesthúsið er fyrir 14 hross. Hrossin sem eru inni núna eru Nepja frá Efri-Fitjum sem er Bliku og Rökkvadóttir, Krummadís frá Efri-Fitjum Brimrúnar og Krummadóttir, Díva frá Blönduósi Geisla og Dimmudóttir, Katla frá Kommu Kjarnorku og Blæsdóttir, Brennir frá Efri-Fitum Ballerínu og Kráksson, Dropi frá Áslandi Byltinga og Krummason. Þetta er allt frekar ung hross eða á fjórða til sjötta vetur. Brennir sem er graðhestur var bara byrjað að temja núna um miðjan nóvember er mjög efnilegur. ,,Tryppin fara vel af stað og verður gaman að sjá hvernir þau þróast áfram í vetur" segir Gréta.

Í dag skruppu svo hjónin ásamt Hrísabændum til London í helgarferð og Gréta sagði ritara síðunnar frá því að eftir London (eins og Logi orðar hlutina þessa dagana) verður tekið meira inn. Þá verður tekinn inn stóðhesturinn Bassi frá Efri-Fitjum Ballerínu og Aronssonur, hann er graðhestur á fimmta vetur. Spennandi verkefni þar á ferð. Einnig verða tekin inn eldri og meira tamin hross eins og Hula, Næmni, Kátína, og ekki má gleyma Dívuhestinum Þrótti.


Flettingar í dag: 1942
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 643
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1906794
Samtals gestir: 87581
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 10:01:38