12.03.2012 23:04

Grunnskólamót

Grunnskólamót 18. marz - skráning! 

Sunnudaginn 18. marz verður Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra haldið í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki og hefst mótið klukkan 13:00

Þar verður keppt í:

1. - 3. bekkur fegurðarreið

4. - 7. bekkur tví- eða þrígangur   (óheimilt er að sami keppandi keppi í báðum greinum)

8. - 10. bekkur fjórgangur

8. - 10. bekkur skeið (ef veður og aðstæður leyfa)

Æskilegt er að skráningar berist fyrir kl. 23:00 á miðvikudag, 14. marz á netfangið thyturaeska@gmail.com

Við skráningu skal koma fram:

Nafn, bekkur og skóli knapa - - nafn hests og uppruni, aldur og litur - - keppnisgrein og upp á hvora hönd skal riðið.

Taka skal skýrt fram hjá 4. - 7. bekk hvort keppa á í tví- eða þrígangi.

Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða (með peningum - kort ekki tekin) áður en mót hefst.

XxXXXxxxXXXxX

§  Fegurðarreið      1. - 3. bekkur.  Þar eru riðnir 2 hringir og látið fara fallega dæmt skal eftir stjórnun og þokka. 2 - 3 keppendur inná í einu.


§  Tvígangur           4. - 7. bekkur.  Riðnir tveir hringir á annað hvort á brokki eða tölti og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd. 

 

§  Þrígangur             4. - 7. bekkur.  Riðið einn hringur brokk, einn hringur tölt og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd.

 

§  Fjórgangur         8. - 10. bekkur.  Venjuleg íþróttakeppni, riðnir fjórir og hálfur hringur.  Einn hringur hægt tölt,einn hringur yfirferðar tölt,  ½ hringur fet , einn hringur brokk og einn hringur stökk.


Við reynum að útvega öllum far, þannig að þó svo að þið hafið ekki tök á að flytja hestana sjálf, en langar að keppa, hafið þá endilega samband við okkur.
Ef útreikningar okkar í nefndinni eru réttir, þá munar ekki nema einu stigi á okkur og Varmahlíðarskóla, sem er efstur. Þannig að nú söfnum við enn sterkara liði og gerum atlögu að bikarnum, er það ekki?!




Þe


Æ

Flettingar í dag: 1299
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1213
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 980545
Samtals gestir: 51063
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 19:27:48