10.03.2014 21:15

Aðall og Kiljan verða í Húnavatnssýslu í sumar

Stóðhestarnir Aðall frá Nýjabæ og Kiljan frá Steinnesi verða í Húnavatnssýslu í sumar, 2014. Hrossaræktarsamtök Vestur-Húnavatnssýslu hafa tryggt sér Aðal frá Nýjabæ og Samtök hrossabænda í Austur-Húnavatnssýslu hafa tryggt sér Kiljan. Að einhverju leiti verður samvinna með þessa tvo hesta. Húnvetningar munu hafa forgang í að koma sínum hryssum undir þessa hesta, meðan þeir verða á svæðinu.

Aðall frá Nýjabæ er einn eftirsóttasti stóðhestur á Íslandi í dag og hafa vinsældir hans aukist eftir að afkvæmi hans komust á tamningaraldur. Aðall fékk 8,97 fyrir hæfileika á landsmóti sumarið 2006, þar af 9 fyrir tölt og brokk og 9,5 fyrir skeið. Hann hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi á LM2012 í Reykjavík. Faðir Aðals er Adam frá Meðalfelli og er Aðall hæst dæmda afkvæmi hans. Móðir Aðals er Furða frá Nýjabæ undan Anga frá Laugarvatni. Furða er með 8,06 í kynbótadóm án þess að sýna skeið.

Hæst dæmda afkvæmi Aðals er Skálmar frá Nýjabæ með 8,55 í aðaleinkunn. Synir Aðals: Vaðall frá Akranesi og Nökkvi frá Syðra-Skörðugil vöktu athygli á ísmóti á Svínavatni í Húnavatnsýslu fyrir skemmstu. Þeir kepptu í  B-flokki gæðinga. Nökkvi var í öðru sæti með 8,86 í einkunn og Vaðall var í þriðja sæti með 8,80 í einkunn. Báðir þessir hestar eru með háa kynbótadóma og báðir með 9 fyrir tölt. Hæst dæmda hryssan undan Aðal frá Nýjabæ er Aðaldís frá Syðri Gegnishólum, með 8,47 fyrir hæfileika og 8,32 í aðaleinkunn.

Kiljan frá Steinnesi í Húnavatnssýslu er einn hæst dæmdi stóðhestur landsins með 9,07 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir skeið og fegurð í reið. Faðir Kiljans er gæðingafaðirinn Klettur frá Hvammi og móðir hans er Kolfinnsdóttirin Kilja frá Steinnesi með 8,17 í aðaleinkunn, þar af 8,42 fyrir hæfileika.

Aðeins fá afkvæmi Kiljans eru komin á tamningaaldur en 6  þeirra hafa fengið kynbótadóm. Þar af hafa 3 þeirra fengið yfir 8 í aðaleinkunn og eitt er með 7,97. Kiljan er með 126 stig í kynbótamatinu sem gerir hann að einum af efnilegasta afkvæmahestinum í dag. Aðeins örfáir afkvæmahestar eru með hærra kynbótamat.

 

Á síðast ári var stóðhesturinn Sjóður frá Kirkjubæ á vegum Hrossaræktarsamtaka V-Húnavatnssýslu. Einnig hafa margir góðir stóðahestar verið á staðsettir í Húnavatnssýslu. Má þar nefna Gretti frá Grafarkoti, Gamm frá Steinnesi, Brenni frá Efri-Fitjum, Gandálf frá Selfossi, Freyði frá Leysingjastöðum,Vaðal frá Akranesi, Blæ frá Miðsitju og fleiri.

-----------------------------------

Á vef hestafrétta kemur fram að öfugt við það sem sumir voru búnir að spá, þá starfa Hrossaræktarrsamtök víða um land og þjóna enn sínu hlutverki við að útvega félagsmönnum sínum aðgang að góðum stóðhestum. Í dag er samt lítið um að hrossaræktarsambönd séu eigendur af stóðhestum, eins og var.  Ekki virðist mikill áhugi á félagseign á stóðhestum lengur. Eftirsóttir stóðhestar eru dýrir í dag og fjárhagslega áhætta er því mikil.

 

Kiljan

Kiljan frá Steinnesi, knapi Þorvaldur Árni Þorvaldsson

nokkvi

Nökkvi frá Syðra Skörðugili sonur Aðals frá Nýjabæ. Knapi Jakob Sigurðsson

Vaðall frá Akranesi ae. 8,36 ræktaður af Brynjari Atla Kristinssyni sem er mikill aðdándi Adams frá Meðalfelli.  Knapi Ísólfur Líndal Ljósm. laekjamot.is

Vaðall frá Akranesi ae. 8,36 undan Aðli frá Nýjabæ 
Knapi Ísólfur Líndal  Ljósm. laekjamot.is

Flettingar í dag: 749
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417936
Samtals gestir: 74854
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:29:37