14.10.2015 08:59

Haustskýrslur búfjár 2015

Ágætu hestamenn í Norðvesturumdæmi.
Nú hefur verið opnað fyrir skil á haustskýrslum búfjár 2015.
Samkvæmt lögum eiga allir eigendur/umráðamenn búfjár að skila árlegri haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og landstærðir eftir því sem við á.
Skil fara fram með rafrænum hætti á www.bustofn.is.
Þetta er annað árið sem búfjáreigendur sem einungis eiga hesta þurfa að skila inn haustskýrslu og eru þeir eindregið hvattir til að skila á tilsettum tíma

Rétt er líka að geta þess að áskilið er í lögum að þeir sem ekki skila skýrslu skulu heimsóttir og upplýsinga aflað á þeirra kostnað.

Ef einhverjar spurningar vakna er velkomið að hafa samband við undirritaðann:

einar.magnusson@mast.is
8580855

Einar Kári Magnússon
 

Flettingar í dag: 820
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 1877
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 1287290
Samtals gestir: 68022
Tölur uppfærðar: 21.9.2024 02:54:51