30.07.2018 08:29

Opna íþróttamót Þyts 2018

Opna íþróttamót Þyts verður haldið á Kirkjuhvammsvelli dagana 11. - 12. ágúst 2018.

Mótanefnd ákvað að hafa lokadag skráningar snemma til að kanna þátttöku og áskilur sér rétt til fella mótið niður ef þátttaka verður þannig að mótið standi ekki undir sér. Einnig áskilur mótanefnd sér rétt til að sameina flokka eða fella niður ef ekki næst næg þáttaka. Lokadagur skráningar er fimmtudagurinn 2. ágúst og skráning er í mótakerfi Sportfengs.

Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 3.500 kr. Fyrir börn og unglinga 1.500 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 1500 kr á hest. Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst.

Greinar: 
4-gangur V2 og tölt T3 1. flokkur 
4-gangur V2 og tölt T3 2. flokkur 
4-gangur V2 og tölt T3 ungmennaflokkur (18-21 árs á keppnisárinu) 
4-gangur V2 og tölt T3 unglingaflokkur (14-17 ára á keppnisárinu) 
4-gangur V5 og tölt T7 barnaflokkur (10-13 ára á keppnisárinu) (V2 í Sportfeng)
Pollaflokkur (9 ára og yngri á árinu) Verkefni: 3 til 5 keppendur inn á vellinum í einu. Þulur stjórnar keppni, riðið að lágmarki 3 hringir. 
5-gangur 1.flokkur F2
Tölt T2 1.flokkur
T7 og V5 (v2 annað í Sportfeng)
gæðingaskeið 
100 metra skeið

Mótanefnd

Flettingar í dag: 2404
Gestir í dag: 276
Flettingar í gær: 948
Gestir í gær: 265
Samtals flettingar: 992020
Samtals gestir: 52501
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 20:23:30