11.12.2023 09:59

Frétt af Eidfaxa.is um heimsókn Þyts til Geysis

 

Nú í haust hafa staðið yfir æfingar í hestafimleikum hjá Hestamannafélaginu Geysi. Hestafimleikarnir fóru af stað af frumkvæði reiðkennarans Jónínu Lilju Pálmadóttur sem sjálf lærði hestafimleika hjá Hestamannafélaginu Þyt á Hvammstanga sem hingað til hefur verið eina Hestamannafélagið sem boðið hefur uppá hestafimleika. Nú eru þau tvö.

Gríðarlegur áhugi var strax á hestafimleikum og hafa um 40 börn stundað hestafimleika vikulega síðustu vikurnar. Hestafimleikar eru töluvert ólíkir öðru sem boðið hefur verið uppá að því leyti að nemendur mæta ekki með eigin hest heldur er hestur á staðnum, það gerir því mun fleirum kleift að stunda hestamennsku.

Síðastliðna helgi kom hópur frá Hestamannafélaginu Þyt en þar hafa verið stundaðir hestafimleikar síðustu 15 ár undir leiðsögn Kathrin Schmitt. Hópurinn æfði í Rangárhöllinni á laugardag. Á Sunnudag héldu Þyts félagar glæsilega Hestafimleikasýningu og í framhaldi æfðu hóparnir saman. Geysir þakkar Þyt fyrir virkilega skemmtilega heimsókn og vonandi koma þau aftur til okkar fljótlega.

 

Þar sem þátttakendur eru gríðarlega margir er alltaf sett upp þrautabraut og farið í leiki á meðan beðið er eftir því að geta farið á bak.

Flottur hópur frá Hestamannafélagi Þyt.

Kennarar í hestafimleikum hjá Geysi.

 

Þrautabrautin er ansi vinsæl en þar fara krakkar líka í gegnum ýmsar æfingar sem nýtast þegar komið er á bak.

Færni Þyts krakkana er orðin ansi mikil.

Sameiginleg upphitun í upphaf dags.

Svipur er eins og fæddur í hlutverkið þó hann hafi ekki verið kallað til fyrr en nú á efri árum.

 

Það eru líka gerðar æfingar á hesti sem hreyfir sig ekki.

 

Flettingar í dag: 2176
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 6580
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 1551611
Samtals gestir: 79518
Tölur uppfærðar: 28.1.2025 04:54:57