Færslur: 2010 Maí

04.05.2010 14:45

Kynbótasýning á Blönduósi á fimmtudag

Næsta kynbótasýning vorsins fer fram á Blönduósi á fimmtudaginn kemur, þann 6.maí. Á sýninguna eru 38 hross skráð og eru hryssur þar í miklum meirihluta eða 29 alls og þá 9 stóðhestar.

Veðurspáin er ágæt fyrir Blönduós á fimmtudaginn og það verður spennandi að fylgjast með dómum og þá hvaða hross tryggja sér farmiða á landsmótið.

Dómarar verða þau Guðlaugur V. Antonsson, Sigbjörn Björnsson og Elsa Albertsdóttir.

Einstaklingssýndir stóðhestar 6 vetra


IS2004155411 Kufl Grafarkoti

F: IS1998187045 Klettur Hvammi
M: IS1988255410 Kórea Grafarkoti
Sýnandi: Herdís Einarsdóttir


IS2004157547 Sólnes Ytra-Skörðugili

F: IS1988165895 Gustur Hóli
M: IS1992257552 Svartasól Ytra-Skörðugili
Sýnandi: Þórarinn Eymundsson


Einstaklingssýndir stóðhestar 5 vetra


IS2005165493 Baugur Efri-Rauðalæk

F: IS2000165490 Krókur Efri-Rauðalæk
M: IS1984260002 Dögg Akureyri
Sýnandi: Baldvin Ari Guðlaugsson


IS2005158843 Blær Miðsitju

F: IS2001137637 Arður Brautarholti
M: IS1991258302 Björk Hólum
Sýnandi: Tryggvi Björnsson


IS2005155354 Rammur Höfðabakka
F: IS2001165222 Rammi Búlandi
M: IS1994255353 Smella Höfðabakka
Sýnandi: Tryggvi Björnsson



Einstaklingssýndir stóðhestar 4 vetra


IS2006136481 Bliki Hjarðarholti

F: IS1981187020 Kolfinnur Kjarnholtum I
M: IS1992236485 Snót Hjarðarholti
Sýnandi: Agnar Þór Magnússon


IS2006155022 Eldfari Stóru-Ásgeirsá

F: IS1994166620 Huginn Haga I
M: IS1993255035 Eldspýta Stóru-Ásgeirsá
Sýnandi: Agnar Þór Magnússon


IS2006156400 Magni Sauðanesi

F: IS1998156539 Parker Sólheimum
M: IS1992256400 Mirra Sauðanesi
Sýnandi: Tryggvi Björnsson


IS2006165495 Símon Efri-Rauðalæk

F: IS1990157003 Galsi Sauðárkróki
M: IS1996266032 Pandóra Tungu
Sýnandi: Baldvin Ari Guðlaugsson


IS2006165490 Svartur Efri-Rauðalæk

F: IS1990184730 Andvari Ey I
M: IS1989265805 Nótt Þverá, Skíðadal
Sýnandi: Baldvin Ari Guðlaugsson



Einstaklingssýndar hryssur 7 vetra og eldri


IS2000238376 Aníta Vatni

F: IS1988165895 Gustur Hól
M: IS1988238376 Andrá Vatni
Sýnandi: Agnar Þór Magnússon


IS2003265893 Auðna Kommu

F: IS1988165895 Gustur Hóli
M: IS1995265892 Ugla Kommu
Sýnandi: Jakob Svavar Sigurðsson


IS2003284654 Demba Vestra-Fíflholti

F: IS1997184662 Elvis Vestra-Fíflholti
M: IS1988284978 Rökkva Dufþaksholti
Sýnandi: Tryggvi Björnsson


IS2002256345 Gletta Sveinsstöðum

F: IS1988165895 Gustur Hóli
M: IS1992256282 Maístjarna Sveinsstöðum
Sýnandi: Ólafur Magnússon


IS2003286686 Gæfa Holtsmúla 1

F: IS1995186691 Suðri Holtsmúla 1
M: IS1987257225 Gígja Ytra-Skörðugili
Sýnandi: Jakob Svavar Sigurðsson


IS2003225049 Orrahríð Kiðafelli

F: IS1986186055 Orri Þúfu
M: IS1993257183 Tónaflóð Hólkoti
Sýnandi: Tryggvi Björnsson


IS2003256345 Stjörnudís Sveinsstöðum

F: IS1994184553 Sveinn-Hervar Þúfu
M: IS1992256282 Maístjarna Sveinsstöðum
Sýnandi: Ólafur Magnússon


IS2003265669 Týja Árgerði

F: IS1998165661 Týr Árgerði
M: IS1990265660 Hrefna Árgerði
Sýnandi: Ásdís Helga Sigursteinsdóttir


IS2002265671 Von Árgerði

F: IS1995165663 Kjarni Árgerði
M: IS1991265663 Græja Árgerði
Sýnandi: Ásdís Helga Sigursteinsdóttir



Einstaklingssýndar hryssur 6 vetra


IS2004255050 Brimkló Efri-Fitjum

F: IS1994158700 Keilir Miðsitju
M: IS1995255418 Ballerína Grafarkoti
Sýnandi: Tryggvi Björnsson


IS2004255416 Gella Grafarkoti
F: IS1998187045 Klettur Hvammi
M: IS1994255410 Glæta Grafarkoti
Sýnandi: Herdís Einarsdóttir


IS2004256345 Heilladís Sveinsstöðum

F: IS1989158501 Glampi Vatnsleysu
M: IS1992256282 Maístjarna Sveinsstöðum
Sýnandi: Ólafur Magnússon


IS2004276450 Hildigunnur Kollaleiru

F: IS1996181791 Geisli Sælukoti
M: IS1992276426 Þota Reyðarfirði
Sýnandi: Tryggvi Björnsson


IS2004258430 Hrifning Kýrholti

F: IS1995135993 Hróður Refsstöðum
M: IS1986257809 Þörf Hólum
Sýnandi: Ásdís Helga Sigursteinsdóttir


IS2004255474 Hugsýn Þóreyjarnúpi
F: IS1994166620 Huginn Haga I
M: IS1989255475 Kólga Þóreyjarnúpi
Sýnandi: Jóhann Birgir Magnússon


IS2004265492 Krækja Efri-Rauðalæk

F: IS1986186055 Orri Þúfu
M: IS1994265490 Drottning Efri-Rauðalæk
Sýnandi: Baldvin Ari Guðlaugsson


IS2004256287 Ólga Steinnesi

F: IS1996156290 Gammur Steinnesi
M: IS1995256298 Hnota Steinnesi
Sýnandi: Tryggvi Björnsson


IS2004256392 Stefna Sauðanesi

F: IS1994184553 Sveinn-Hervar Þúfu
M: IS1984256018 Skikkja Sauðanesi
Sýnandi: Tryggvi Björnsson


IS2004256322 Þraut Þingeyrum

F: IS1996135467 Flygill Vestri-Leirárgörðum
M: IS1991287378 Tíbrá Stóra-Ármóti
Sýnandi: Helga Thoroddsen



Einstaklingssýndar hryssur 5 vetra


IS2005255573 Byrjun Bessastöðum

F: IS1994158700 Keilir Miðsitju
M: IS1998255417 Önn Grafarkoti
Sýnandi: Jóhann Birgir Magnússon


IS2005255415 Drápa Grafarkoti

F: IS2000187051 Gígjar Auðsholtshjáleig
M: IS1996255714 Aría Grafarkot
Sýnandi: Herdís Einarsdóttir


IS2005255410 Kara Grafarkoti

F: IS1996156290 Gammur Steinnesi
M: IS1987255412 Klassík Grafarkoti
Sýnandi: Tryggvi Björnsson


IS2005256275 Líf Hólabaki

F: IS1993186930 Adam Ásmundarstöðum
M: IS1992256275 Dreyra Hólabak
Sýnandi: Tryggvi Björnsson


IS2005258703 Þjóðhátíð Miðsitju
F: IS1997186541 Rökkvi Hárlaugsstöðum
M: IS1996258700 Skyggna Miðsitju
Sýnandi: Tryggvi Björnsson



Einstaklingssýndar hryssur 4 vetra


IS2006257342 Blálilja Hafsteinsstöðum

F: IS1993156910 Smári Skagaströnd
M: IS1997257340 Dimmblá Hafsteinsstöðum
Sýnandi: Þórarinn Eymundsson


IS2006255573 Hera Bessastöðum
F: IS2000187051 Gígjar Auðsholtshjáleigu
M: IS1998255417 Önn Grafarkoti
Sýnandi: Jóhann Birgir Magnússon


IS2006256895 Orða Eyjarkoti
F: IS2001156297 Glettingur Steinnesi
M: IS2002256894 Sæunn Eyjarkot
Sýnandi: Sandra Maria Marin


IS2006255571 Ósk Bessastöðu

F: IS2001186077 Herakles Herríðarhóli
M: IS1995265661 Milla Árgerð
Sýnandi: Jóhann Birgir Magnússon


IS2006256139 Stikla Efri-Mýrum

F: IS1993156910 Smári Skagaströnd
M: IS1995235510 Þruma Hvítárbakka
Sýnandi: Sandra Maria Marin


IS2006255411 Sýn Grafarkoti

F: IS2000135815 Sólon Skáney
M: IS1994255415 Ásjóna Grafarkoti
Sýnandi: Fanney Dögg Indriðadóttir


IS2006235698 Unun Vatnshömrum

F: IS1998184713 Aron Strandarhöfði
M: IS1998235698 Iða Vatnshömrum
Sýnandi: Jóhann Birgir Magnússon

04.05.2010 14:42

Smitandi hósti í hrossum - stöðumat 4. maí

Nú eru 4 vikur liðnar frá því tilkynning barst um smitandi hósta í hrossum, nokkuð samtímis í Skagafirði og á Suðurlandi. Þá þegar var ljóst að veikin hafði búið um sig um nokkra hríð, 3-4 vikur hið minnsta og kannski miklu lengur.

Þó ekki sé búið að greina orsökina hefur nokkur reynsla safnast um gang veikinnar og myndin skýrist dag frá degi.

Einkenni:

Greinilegasta einkennið er þurr hósti sem menn verða oft fyrst varir við í reið. Samtímis eða nokkru fyrr má í sumum tilfellum greina slappleika og nefrennsli, í einstaka tilfellum mæði. Þegar frá líður fá mörg hrossanna mikinn, graftarkenndan hor og hósta þá gjarnan mikið og frísa. Þau sem fara verst út úr sýkingunni fá hita. Einkennin vara í 2 - 4 vikur og lengur í einhverjum tilfellum.

Faraldsfræði:

Misjafnt er hversu langan tíma tekur frá því smit berst í hesthús þar til hestarnir fara að hósta eða 1 - 3 vikur. Sjúkdómsferillinn virðist býsna líkur milli hesthúsa og er einkennandi að aðeins fáir hestar veikjast í byrjun og yfirleitt vægilega. Þá er eins og smitið magnist upp og einni til tveimur vikum síðar eru allir hestarnir í húsinu farnir að hósta og jafnvel komnir með graftarkennt nefrennsli. Það má ganga að því vísu að allir hestar sem á annað borð eru í smituðu umhverfi veikist. Bendir það til þess að allur hrossastofninn sé næmur fyrir sýkingunni og því er líklega um nýtt smitefni að ræða hér á landi. Ekki liggur fyrir hversu lengi hross smita út frá sér eða hversu langur tími líður frá því veikin gengur yfir í hesthúsi þar til það verður smitfrítt.

Algengasta og greinilegasta smitleiðin er með smituðum eða veikum hrossum sem flutt eru milli húsa. Einnig berst hún með reiðverum og líklega geta menn borið hana á milli hesta ef ekki er gætt nægilegs hreinlætis. Veikin hefur nú borist í útigangshross en alla jafna sýna þau aðeins væg sjúkdómseinkenni.

Ekki eru fyrirliggjandi tæmandi upplýsingar um útbreiðslu sjúkdómsins þegar þetta er skrifað en vitað með vissu að hann er í: Skagafirði, Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Borgarfirði, Reykjavík og á Reykjanesi. Einhver dæmi eru um veik hross í Eyjafirði og í Húnavatnssýslum.

Meðferð veikra hrossa:

Algjör hvíld er lykilatriði allt frá því fyrst verður vart við einkenni sjúkdómsins. Búa verður hrossunum eins loftgott umhverfi og frekast er unnt án þess þó að það slái að þeim eða þeim verði kalt. Gott er að nota ábreiður á hross sem að mestu eru gengin úr vetrarhárum. Með hlýnandi veðri er æskilegt að hafa hrossin mikið úti við. Lyfjameðhöndlun kemur til greina hjá þeim hrossum sem harðast verða úti, einkum þeim sem fá hita og/eða mikinn hor.

Varast ber að byrja brúkun fyrr en hrossin eru örugglega hætt að hósta og helst ætti ekki að byrja að nota þau fyrr en nokkrum dögum eftir að öll einkenni eru gengin yfir. Að öðrum kosti er hætt við að veikin taki sig upp aftur og hrossin verði lengur að komast í nothæft form.  Búast má við að glannaleg meðferð auki líkurnar á asma og öðrum eftirköstum. Byrja skal þjálfun á ný afar rólega m.a. til að tryggja að hrossið sé örugglega hætt að hósta en einnig verður að gera ráð fyrir takmörkuðu þreki og þoli fyrst eftir að bata er náð.

Greiningar:

Veirurannsóknir hafa hingað til ekki skilað árangri. Búið er að útiloka þekktar öndunarfærasýkingar s.s. hestainflúensu, smitandi háls og lungnakvef/fósturlát (herpes týpa 1) og Rhino-kvef. Þó enn sé unnið að greiningu sjúkdómsins er möguleiki á því að orsökin finnist ekki ef um óþekkta veiru í hrossum að ræða og þar af leiðandi engin þekkt próf fyrir hendi. Út frá faraldsfræðinni og klínískum einkennum sem að framan eru rakin má þó telja næsta víst að veirusýking sé frumorsökin og að hún veiki slímhúðina og opni fyrir öðrum sýkingum. 
Bakteríuræktun hefur leitt í ljós að mikið er um sýkingar með Streptococcus zooepidemicus sem reyndar er algeng baktería í nefholi hesta. Svo virðist sem hún nái sér verulega á strik í kjölfar veirusýkingarinnar og valdi bæði alvarlegri hósta og hinum mikla gratarkennda hor.

Hvað er framundan:

Tekið skal fram að ekki er víst að öll kurl séu komin til grafar hvað varðar orsakir og/eða eftirköst sjúkdómsins og því erfitt að spá fyrir um hvað verður. Vonir eru bundnar við að verulega dragi úr smitinu með vorinu og að sjúkdómurinn valdi því ekki röskunum á sjálfu LM 2010.
Hestaeigendur eru hvattir til að fylgja þeim leiðbeinandi reglum sem gefnar hafa verið út og flytja ekki milli húsa eða staða veika eða smitaða hesta. Alls ekki má mæta með slíka hesta á mót eða sýningar af nokkru tagi og halda skal keppnis- og sýningahaldi í lágmarki.


Sigríður Björnsdóttir
Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun

 

01.05.2010 15:41

Ungfolasýning - úrslit

 Hér má sjá myndband af Hvin frá Blönduósi, efsta hesti í flokki 2ja vetra ungfola.


Margir flottir ungfolar mættu á Ungfolasýninguna í Þytsheimum í gær. Eyþór Einarsson dæmdi folana bæði í byggingu og á gangi.


Úrslit urðu eftirfarandi: 

2ja vetra hestar:

1. Hvinur IS2008156500 frá Blönduósi, gráskjóttur

F: Álfur frá Selfossi

M: Hríma frá Blönduósi

Eig. Jónas Hallgrímsson, Ásgeir Blöndal og Tryggvi Björnsson.


2. Vörður IS2008155465 frá Sauðá, rauðblesóttur glófextur

F: Grettir frá Grafarkoti

M: Orka frá Sauðá

Eigendur: Ellert Gunnlaugsson, Fanney Dögg Indriðadóttir og Elvar Logi Friðriksson



3.Straumur IS2008155380 frá Súluvöllum ytri, rauðblesóttur

F: Kraftur frá Efri-Þverá

M: Rispa frá Ragnheiðarstöðum

Eigandi: Halldór Jón Pálsson



3ja vetra stóðhestar:

1. Morgunroði IS2007155501 frá Gauksmýri, rauðtvístj.

F: Roði frá Múla

M: Svikamylla frá Gauksmýri

Eigandi Sigríður Lárusdóttir


2. Hugi IS2007155263 frá Síðu, jarpskjóttur

F:Klettur frá Hvammi

M: Abbadís frá Síðu

Eigandi: Steinbjörn Tryggvason


3. Samverji IS2007155419 frá Grafarkoti, rauðtvístj, hringeygður

F: Grettir frá Grafarkoti

M: Sameign frá Sauðárkróki

Eigandi Herdís Einarsdóttir og Indriði Karlsson



4ra vetra stóðhestar:

1.Illugi IS2006155181frá Þorkelshóli, brúnstjörnóttur
F: Platon frá Þorkelshóli
M: Ísold frá Neðra-Vatnshorni

Eigendur Krístín Lundberg og Kolbrún Grétarsdóttir

2.Magni IS2006137316 frá Hellnafelli, brúnn
F: Gígjar frá Auðholtshjáleigu
M: Sóley frá Þorkelshóli

Eigendur Kolbrún Grétarsdóttir og Kristján Magni Oddsson




01.05.2010 12:00

Æskan með flotta sýningu


Æskulýðssýningin tókst vel, mörg mjög skemmtileg atriði, krakkarnir stóðu sig rosalega vel að vanda. Palli hjá Húnaþingsblogginu tók fullt af myndum og má sjá þær hér
Flettingar í dag: 1747
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 6580
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 1551182
Samtals gestir: 79509
Tölur uppfærðar: 28.1.2025 02:44:33