Færslur: 2015 Maí
29.05.2015 11:04
Þytspeysurnar og jakkarnir eru komnir
24.05.2015 22:30
Opið íþróttamót Þyts 2015
Verður haldið á Hvammstanga dagana 13 - 14 júní 2015
Skráning er í gegnum skráningakerfi Sportfengs, http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add Lokaskráningardagur er miðvikudagurinn 10.06.
Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 3.000 kr. Fyrir börn og unglinga 2.000 kr. Í skeiðgreinum og kappreiðar er skráningargjaldið 1500 kr á hest. Skráningargjöld greiðast inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 um leið og fólk skráir í gegnum skráningakerfið og viðkomandi keppandi fer þannig inn á ráslista.
Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst.
Greinar:
1. flokkur: 4-gangur V1, tölt T1 og fimmgangur F1
2. flokkur 4-gangur V2 og tölt T3
Ungmennaflokkur 4-gangur V2 og töt T3 (18-21 árs á keppnisárinu)
Unglingaflokkur 4-gangur V2 og tölt T3 (14-17 ára á keppnisárinu)
Barnaflokkur 4-gangur V5 og tölt T3 (10-13 ára á keppnisárinu) (í skráningakerfi Sportfengs, er fjórgangur V2)
Pollaflokkur (9 ára og yngri á árinu) Verkefni: 3 til 5 keppendur inn á vellinum í einu. Þulur stjórnar keppni, riðið að lágmarki 3 hringir.
Einnig verða í boði eftirfarandi greinar:
Tölt T2
Tölt T7
Fjórgangur V5 ( í skráningakerfi Sportfengs, heitir greinin: Opinn flokkur V2)
gæðingaskeið
100 metra skeið
200 metra Brokk
200 metra Stökk
Ef b úrslit verða í einhverjum greinum, þá komast 5 hestar sjálfkrafa í a úrslit og sjötti hesturinn bætist við a úrslitin, sem sigrar b úrslitin.
Ef þátttaka er ekki næg í einhverjar greinar áskilur mótanefnd sér rétt til að fella niður greinina.
Mótanefnd
Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Þyts
12.05.2015 12:13
Opna íþróttamót Þyts
- 1