18.01.2022 16:45

Mót vetrarins !!!



Mótanefnd vetrarmótanna var komin með drög að dagskrá vetrarins en vegna gildandi takmarkana innanlands sem gilda til og með 2. febrúar nk að þá verðum við að endurskoða dagskránna og ætlum við að sjá hver staðan verður eftir 2. febrúar áður en við auglýsum hana.

Mótanefnd. 


03.01.2022 15:39

Námskeið í vetur

Ef ástandið í samfélaginu leyfir þá ætlar Þytur að bjóða upp á eftirfarandi námskeið í vetur:

Reiðkennsla 1
Fyrir yngstu kynslóðina (minna vanir, undir 12 ára)
10 skipti, kennt á þriðjudögum frá kl 16:10 - 16:45. Kennsla hefst 18. janúar.

Heildarkostnaður 7.000 kr

 

Reiðkennsla 2 (aðeins meira vanir, 12 ára og eldri)

10 skipti, kennt á þriðjudögum frá kl 16:45 - 17:20. Kennsla hefst 18. janúar.

Heildarkostnaður 7.000 kr


Knapamerki - 1,2,3,4 og 5 (aldurstakmark 12 ára)

Knapamerki 1

2 bóklegir og 8 verklegir tímar (plús bóklegt & verklegt próf). Verklegir tímar verða bæði hópatímar og síðan sætisæfingar tveir og tveir saman.

Lágmarksþáttaka eru 4 nemendur.

Kennt verður á miðvikudögum og hefst kennsla 19. janúar

Heildarkostnaður: 35.000 kr (próftökugjald innifalið)

 

Helstu markmið Knapamerki 1

·         Að undirbúa hest rétt fyrir reið

·         Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti

·         Geti farið á og af baki beggja megin

·         Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi

·         Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki

·         Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara

·         Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)

·         Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum

 

 

Knapamerki 2

2 bóklegir og 11 verklegir tímar (plús bóklegt og verklegt próf). Verklegir tímar verða bæði hópatímar, paratímar og einkatímar (prófæfingar).

Lágmarksþáttaka eru 4 nemendur.

Kennt verður á miðvikudögum og hefst kennslan 19. Janúar.

Heildarkostnaður: 45.000 kr (próftökugjald innifalið)

 

Helstu markmið Knapamerki 2

·         Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða

·         Riðið einfaldar gangskiptingar

·         Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli

·         Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu

·         Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald

·         Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað

·         Geta riðið á slökum taum

·         Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans

·         Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis

 

 

Knapamerki 3

3 bóklegir og 14 verklegir tímar (plús bóklegt og verklegt próf). Verklegir tímar verða hópatímar, paratímar og einkatímar (prófæfingar).

Lágmarksþáttaka eru 3 nemendur.

Kennt verður á miðvikudögum og aðra hverju viku á mánudögum.

Heildarkostnaður: 55.000 kr (próftökugjald innifalið)

 

Helstu markmið Knapamerki 3

·         Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta

·         Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu

·         Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni

·         Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum

·         Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma

·         Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt

·         Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku og umgengni

·         Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun

 

 

Knapamerki 4

4 bóklegir og 15 verklegir tímar (plús bóklegt og verklegt próf).

Kennt verður á miðvikudögum og aðra hverja viku á mánudögum (eða mögulega eftir samkomulagi). Verklegir tímar verða aðallega paratímar og einkatímar.

Lágmarksþáttaka eru 2 nemendur.

Heildarkostnaður 60.000 ISK (próftökugjald innifalið)

 

Helstu markmið Knapamerki 4

·         Mjög gott vald á lóðréttri og stígandi ásetu og gott jafnvægi á baki hestsins

·         Hafa nákvæmt og næmt taumhald

·         Geta riðið réttan krossgang til beggja hliða í góðu jafnvægi

·         Hafa gott vald á baugavinnu og reiðleiðum á vellinum á feti, tölti/brokki og stökki

·         Geta riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni

·         Geta látið hestinn stöðva, bíða eftir ábendingu frá knapanum og fara rétt af stað í góðu jafnvægi

·         Hestur og knapi séu spennulausir, í andlegu og líkamlegu jafnvægi

 

 

Knapamerki 5

2 bóklegir (mikið heimanám) og 18 verklegir tímar (plús bóklegt og verklegt próf).

Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum (eða mögulega eftir samkomulagi).

Lágmarksþáttaka eru 2 nemendur.

Kostnaður: 60.000 ISK (próftökugjald ekki innifalið)

 

Helstu markmið Knapamerki 5

·         Hafa mjög gott vald á öllum ásetum og kunna að beita þeim rétt við þjálfun hestsins

·         Geta notað sér reiðvöllinn og fjölbreyttar reiðleiðir markvisst við þjálfun hestsins

·         Hafa vald á gangtegundaþjálfun og geta riðið allar gangtegundir nema skeið

·         Hafa gott vald á hraðastjórnun og gangskiptingum

·         Geta látið hestinn stækka og minnka rammann, á feti og brokki

·         Hafa vald á æfingunum opnum sniðgangi (á feti) og að láta hestinn ganga aftur á bak

·         Geta framkvæmt réttar gangskiptingar í jafnvægi

·         Knapi og hestur í andlegu og líkamlegu jafnvægi

 

 

Líklegar dagsetningar fyrir próf (nema Knapamerki 5): Bóklegt 9.4. og verklegt 16.4.

Ef nemandi í knapamerki 3, 4 eða 5 treystir sér til að framkvæma prófin eftir færri tíma er möguleiki að stytta námskeiðið og með það minnka kostnaðinn. Ef áhugi er fyrir því verður verður nemandi að taka stöðupróf þar sem kennarinn metur stöðu nemanda og ákveður síðan í samráði við nemendann um framhaldið og tímafjölda.

Þau námskeið sem ekki næst næg þáttaka í verða sameinuð eða munu falla niður.

 

Skráning er tölvupóstfangið hanifeagnes@gmail.com. Við skráningu þarf að koma fram nafn og kennitala nemanda og símanúmer og hjá yngri knöpunum einnig nafn og kennitala foreldris. 

03.01.2022 12:04

Þytsheimar !!!



Höllin verður lokuð frá kl. 17.00 í dag vegna vinnu við gólf hallarinnar. 

30.12.2021 20:25

Gleðilegt nýtt ár !!!


Hestamannafélagið Þytur óskar félagsmönnum gleðilegra jóla og þakkar fyrir árið sem senn er að líða og óskar félagsmönnum farsældar á nýju ári og á sama tíma óskar félagið nýjum landsliðsmanni félagsins Guðmari Hólm Ísólfssyni til hamingju með landsliðssætið.



15.11.2021 12:19

Kort í höllina.

2022

Hægt er að kaupa kort í höllina og verður það eins og undanfarin ár,  það gildir frá 15.11 2021 til 10. september 2022. Verið er að taka upp gólfið og vinna í því, en í lagi er að fara inn í höllina á meðan ekki er verið að vinna í gólfinu. 

Gjald Þytsfélaga er 23.000.- og má greiða inn á 0159-05-403351 kt. 550180-0499, annars fá korthafar sendan greiðsluseðil í vetur. 
 
Frekari upplýsingar hjá Ragnari í síma 869-1727 eða Tryggva í síma 660-5825.

Verðskrá vegna notkunar í Þytsheima er eftirfarandi: 
Kort fyrir meðlimi Þyts 23.000 kr
Kort fyrir aðra 30.000 kr
Dagpassi 2.500 kr
Einkatími-klukkutími milli 14-16:00 og 19-24:00 5.500 kr
Einkatími-klukkutími milli 9-14 virka daga 3.500 kr
Einkatími-klukkutími um helgar 5.500 kr

Einnig er hægt að leigja, sal, eldhús og kaffiaðstöðu og hljóðkerfi og þarf að borga fyrir það aukalega.

Ekki er opið fyrir einkatíma á milli klukkan 16:00 - 19:00 á virkum dögum.

Stéttarfélagið Samstaða endurgreiðir 50% af íþróttakortum en þó að hámarki 8.000 kr á hvern félagsmann á hverju 12 mánaða tímibili. Einnig eru mörg önnur stéttarfélög að bjóða félagsmönnum sínum einhvers konar endurgreiðslu og því um að gera fyrir alla að kanna sinn rétt.

Hér má sjá lista yfir korthafa, http://thytur.123.is/page/38176/ 
Hér má sjá dagskrá vikunnar: http://thytur.123.is/page/9905/ 

Stjórn reiðhallarinnar

06.11.2021 17:48

Uppskeruhátíð frestað

Ákveðið hefur verið að fresta uppskeruhátíðinni um óákveðinn tíma í ljósi sottvarnaraðgerða. 

Skemmtinefndin

03.11.2021 10:25

Keppnisárangur 2021

Þeir félagsmenn sem kepptu á árinu eru beðnir um að senda inn keppnisárangur sinn til Pálma á netfangið palmiri@ismennt.is fyrir nk laugardag, 6.nóv. 

Stjórn Þyts

23.10.2021 21:49

Félagsfundur

Almennur félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 28. okt. kl. 20:00 í félagshúsi Þyts, komum saman og ræðum hugmyndir um komandi vetrarstarf. 
 Allar hugmyndir vel þegnar, hvernig sjáum við t.d. fyrir okkur mótahald í vetur.

07.10.2021 14:22

Reiðkennarar veturinn 2021/2022



Þytur óskar eftir að ráða reiðkennara veturinn 2021/2022, áhugasamir hafi samband við Pálma í síma 849-0752

16.08.2021 09:02

Úrslit Opna íþróttamóts Þyts 2021



Þá er seinna útimótinu hjá Þyt lokið þetta árið, en mótið var haldið 14. og 15. ágúst. Í forkeppninni á laugardeginum var svo mikil blíða að hestar og menn voru að kafna út hita en á sunnudeginum var aðeins kaldara og hrossin kvörtuðu ekki yfir því. Myndin með fréttinni er af þremur efstu í fjórgangi unglinga og voru þau aldeilis samtaka fyrir Eydísi myndatökukonu sem tók myndir fyrir okkur af keppendum mótsins. 
Stigahæstu knapar í barna og unglingaflokki voru Jólín Björk Kamp Kristinsdóttir og Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal. 
Samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina í 2. flokki var Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir á hestinum Didda frá Þorkelshóli og samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina í Opnum flokki var Kolbrún Grétarsdóttir á hestinum Jaðrakan frá Hellnafelli.   

Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins, 4 pollar mættu á laugardeginum og 1 polli á sunnudeginum og eru þetta auðvitað alltaf flottustu knapar mótsins. 

Pollar
Gígja Kristín Harðardóttir 5 ára og Ásta frá Hellnafelli 
Herdís Erla Elvarsdóttir 8 ára og Drangey frá Grafarkoti
Ýmir Andri Elvarsson 5 ára og Skyggnir frá Grafarkoti
Þorgeir Nói Jóhannsson 7 ára og Andvari
Margrét Þóra Friðriksdóttir Líndal 4 ára og Gustur frá Þverholtum

Tölt T3 Opinn flokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Herdís Einarsdóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,78
2 Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli Rauður/dökk/dr.einlitt Þytur 6,72
3 Fanney Dögg Indriðadóttir Fleinn frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,50
4 Elvar Logi Friðriksson Teningur frá Víðivöllum fremri Rauður/sót-einlitt Þytur 6,28
5 Jóhann Magnússon Bogi frá Bessastöðum Brúnn/dökk/sv.skjótt Þytur 0 hlaut ekki einkunn

Tölt T3 unglingaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Daníel frá Vatnsleysu Leirljós/Hvítur/milli-einlitt Þytur 6,67
2 Margrét Jóna Þrastardóttir Grámann frá Grafarkoti Grár/rauðureinlitt Þytur 6,39
3 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Stuðull frá Grafarkoti Brúnn/milli-tvístjörnótt Þytur 6,22

T7 barnaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 6,00
2 Jólín Björk Kamp Kristinsdótti Kjarval frá Hjaltastaðahvammi Rauður/milli-stjörnótt Þytur 5,83

T7 2. flokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir Diddi frá Þorkelshóli 2 Rauður/milli-einlitt Sörli 6,25
2-3 Þorgeir Jóhannesson Birta frá Áslandi Grár/mósóttureinlitt Þytur 6,17
2-3 Eydís Anna Kristófersdóttir Sædís frá Kanastöðum Rauður/milli-blesótt Þytur 6,17
4 Marín Imma Richards Hnota frá Eylandi Bleikur/álóttureinlitt Sprettur 5,75
5 Eyjólfur Sigurðsson Nóadís frá Áslandi Rauður/milli-blesóttglófext Sörli 5,25
6 Sigurður Dagur Eyjólfsson Flinkur frá Áslandi Rauður/milli-einlitt Sörli 4,67

T4
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Glitri frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,88
2 Sonja Líndal Þórisdóttir Gustur frá Þverholtum Jarpur/milli-einlitt Þytur 5,58
3 Kolbrún Grétarsdóttir Sigurrós frá Hellnafelli Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 4,96

V2 Opinn flokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli Rauður/dökk/dr.einlitt Þytur 6,63
2 Sonja Líndal Þórisdóttir Erpur frá Lækjamóti Rauður/milli-skjótt Þytur 6,20
3 Anne Röser Lokkadís frá Þóreyjarnúpi Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,80
4 Elvar Logi Friðriksson Sátt frá Sveinatungu Leirljós/Hvítur/milli-stjörnótt Þytur 5,23

V2 unglingaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Kormákur frá Kvistum Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,50
2 Aðalbjörg Emma Maack Jara frá Árbæjarhjáleigu II Brúnn/mó-einlitt Þytur 6,03
3 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Trúboði frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,93
4 Margrét Jóna Þrastardóttir Grámann frá Grafarkoti Grár/rauðureinlitt Þytur 5,57
5 Anna Ásmundsdóttir Gígja frá Steinnesi Brúnn/milli-stjörnótt Sprettur 4,50

V5 barnaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Jólín Björk Kamp Kristinsdótti Kjarval frá Hjaltastaðahvammi Rauður/milli-stjörnótt Þytur 6,17
2 Svava Rán Björnsdóttir Gróp frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,12
3 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 4,46

V5 2. flokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir Diddi frá Þorkelshóli 2 Rauður/milli-einlitt Sörli 6,38
2 Eydís Anna Kristófersdóttir Sædís frá Kanastöðum Rauður/milli-blesótt Þytur 5,96
3 Þorgeir Jóhannesson Stígur frá Reykjum 1 Jarpur/dökk-einlitt Þytur 5,75
4 Freyja Ebba Halldórsdóttir Aron frá Litla-Hvammi I Brúnn/milli-einlitt Þytur 4,88
5 Andrea Sörensen Kolla frá Hellnafelli Brúnn/milli-einlitt Þytur 4,79

Fimmgangur F2 Opinn flokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Ísólfur Líndal Þórisson Flinkur frá Steinnesi Moldóttur/gul-/m-einlitt Þytur 6,21
2 Aðalbjörg Emma Maack Návist frá Lækjamóti Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,48
3 Kolbrún Grétarsdóttir Hátíð frá Hellnafelli Jarpur/milli-einlitt Þytur 5,43
4 Fanney Dögg Indriðadóttir Veigar frá Grafarkoti Rauður/milli-blesótt Þytur 5,36
5 Jóhann Albertsson Stjórn frá Gauksmýri Rauður/milli-stjörnótt Þytur 0 hlaut ekki einkunn

Gæðingaskeið
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Svavar Örn Hreiðarsson Surtsey frá Fornusöndum Rauður/milli-einlitt Hringur 6,63
2 Jóhann Magnússon Vinátta frá Árgerði Jarpur/milli-einlitt Þytur 6,33
3 Hörður Óli Sæmundarson Áfangi frá Víðidalstungu II Jarpur/milli-einlitt Þytur 6,04

100 m skeið
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Tími
1 Svavar Örn Hreiðarsson Sproti frá Sauðholti 2 Rauður/sót-einlitt Hringur 8,37
2 Jóhann Magnússon Vinátta frá Árgerði Jarpur/milli-einlitt Þytur 8,68
3 Elvar Logi Friðriksson Eldey frá Laugarhvammi Rauður/milli-einlitt Þytur 8,96

Mótanefnd þakkar öllum sem komu að mótinu og aðstoðuðu okkur við að halda það. 

12.08.2021 18:05

Dagskrá íþróttamóts Þyts 2021

Íþróttamót Þyts 14.-15.ágúst 2021 

Vegna takmarkanna verður ekki veitingasala á staðnum. 

Styrktaraðilar mótsins eru steinbjornhorsetrip og isoonline.is


Laugardagur Forkeppni og skeiðgreinar:

kl. 12:30
Slaktaumatölt T4 Fimmgangur
Pollaflokkur
Fjórgangur V5 barna 

Fjórgangur V2 unglinga 

Fjórgangur V5 2.flokkur 

Fjórgangur V2 1.flokkur

Kaffihlé

16:00 Gæðingaskeið
Tölt T7 barna 

Tölt T3 unglinga 

Tölt T7 2.flokkur 

Tölt T3 1.flokkur 

Hlé 

100 m skeið


Sunnudagur Úrslit:

kl. 10:00
Tölt T4
Fjórgangur V5 barnaflokkur
Fjórgangur V2 unglingaflokkur
Fjórgangur 1. flokkur
Fjórgangur 2. flokkur

Hádegishlé

kl. 13:00 

Fimmgangur F2 1. flokkur
Tölt T7 barnaflokkur
Tölt T3 unglingaflokkur
Tölt T7 2. flokkur
Tölt T3 1. flokkur

04.08.2021 11:50

Opið íþróttamót Þyts 2021

Opna íþróttamót Þyts verður haldið á Kirkjuhvammsvelli dagana 14. - 15. ágúst nk. Skráningar skuli berast fyrir miðnætti miðvikudaginn 11. ágúst inn á skráningakerfi Sportfengs http://motafengur.skyrr.is/Skraningkort.aspx?mode=add
Mótanefnd áskilar sér rétt til að sameina flokka eða fella niður ef ekki næst næg þáttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 4.000 kr. Fyrir börn og unglinga 2.000 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 2.000 kr á hest. Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst.
Einnig vantar starfsfólk í allar stöður, þul, fótaskoðun, ritara hjá dómurum og í dómpalli. Ef einhver hefur tíma má hafa samband við Sigrúnu Evu í síma 868-2740

Greinar:

4-gangur V2 og tölt T3 1. flokkur
4-gangur V5 og tölt T7 2. flokkur
4-gangur V2 og tölt T3 ungmennaflokkur (18-21 árs á keppnisárinu)
4-gangur V2 og tölt T3 unglingaflokkur (14-17 ára á keppnisárinu)
4-gangur V5 og tölt T7 barnaflokkur (10-13 ára á keppnisárinu)
Pollaflokkur (9 ára og yngri á árinu) Verkefni: 3 til 5 keppendur inn á vellinum í einu. Þulur stjórnar keppni, riðið að lágmarki 3 hringir.
5-gangur 1.flokkur F2
Tölt T4 (einn flokkur)
gæðingaskeið
100 metra skeið

24.06.2021 11:49

Mátun á jökkum !!!


Hægt verður að máta jakka laugardaginn 26.06 nk frá kl. 11.00 - 13.00 upp í félagshúsi Þyts. Um er að ræða dúnjakka og annan léttari jakka, greiða þarf 5.000 staðfestingargjald við pöntun en nánari upplýsingar veitir Sigrún Eva. 

13.06.2021 17:47

Úrtöku og gæðingamóti lokið

Þá er gæðingamóti Þyts og úrtöku Þyts og Neista fyrir Fjórðungsmót Vesturlands lokið. Mótið var sterkt þar sem margar flottar sýningar sáust og fengu mótsgestir blíðskaparveður á laugardeginum. Úrslitadagurinn var aftur á móti blautur og kaldur. Neistafélagar tóku aðeins þátt í forkeppni en þeir halda sitt gæðingamót næstu helgi á Blönduósi. 
Þytur bauð síðan í grill í félagshúsi að lokinni forkeppni á laugardeginum þar sem félagar komu saman í tilefni þess að verið var að taka nýjan völl í notkun og margir búnir að koma að því starfi.


Knapi mótsins var Jóhann Magnússon og glæsilegasti hestur mótsins var Eldur frá Bjarghúsum sem Hörður Óli sat. 



Úrslit urðu eftirfarandi:

A flokkur:
A úrslit
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Ronja frá Yztafelli Fredrica Fagerlund Jarpur/milli-einlitt Þytur 8,55
2 Áfangi frá Víðidalstungu II Jessie Huijbers Jarpur/milli-einlitt Þytur 8,46
3 Sigur frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 8,35
4 Eldey frá Laugarhvammi Elvar Logi Friðriksson Rauður/milli-einlitt Þytur 8,20
5 Esja frá Grafarkoti Elvar Logi Friðriksson Brúnn/milli-einlitt Þytur 7,11

B úrslit
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
6 Efling frá Gauksmýri Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Brúnn/mó-einlitt Þytur 8,07
7 Stjórn frá Gauksmýri Kolbrún Grétarsdóttir Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,02
8 Goði frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Þytur 7,86
9 Herjann frá Syðri-Völlum Pálmi Geir Ríkharðsson Rauður/milli-stjörnótt Þytur 7,85
10 Káinn frá Syðri-Völlum Pálmi Geir Ríkharðsson Rauður/milli-stjörnótt Þytur 7,74

Forkeppni:
Sæti Hross Knapi Litur Einkunn
1 Roði frá Lyngholti Bergrún Ingólfsdóttir Rauður/milli-einlitt Neisti 8,58
2 Spenna frá Blönduósi Egill Þórir Bjarnason Brúnn/milli-einlitt Neisti 8,51
3 Ronja frá Yztafelli Fredrica Fagerlund Jarpur/milli-einlitt Þytur 8,50
4 Konungur frá Hofi Ásdís Brynja Jónsdóttir Brúnn/milli-einlitt Neisti 8,41
5 Áfangi frá Víðidalstungu II Jessie Huijbers Jarpur/milli-einlitt Þytur 8,40
6 Esja frá Grafarkoti Elvar Logi Friðriksson Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,39
7-8 Sigur frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 8,39
7-8 Eldey frá Laugarhvammi Elvar Logi Friðriksson Rauður/milli-einlitt Þytur 8,39
9 Lómur frá Stóru-Ásgeirsá Ísólfur Líndal Þórisson Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,32
10 Goði frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Þytur 8,23
11 Jökull frá Stóru-Ásgeirsá Jóhanna Friðriksdóttir Grár/rauðurstjörnótt Þytur 8,22
12 Herjann frá Syðri-Völlum Pálmi Geir Ríkharðsson Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,19
13 Stjórn frá Gauksmýri Kolbrún Grétarsdóttir Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,09
14 Káinn frá Syðri-Völlum Pálmi Geir Ríkharðsson Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,06
15 Efling frá Gauksmýri Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Brúnn/mó-einlitt Þytur 8,00
16 Kvikur frá Stóru-Ásgeirsá Magnús Ásgeir Elíasson Grár/rauðureinlitt Þytur 7,96
17 Tara frá Hvammstanga Halldór P. Sigurðsson Grár/jarpureinlitt Þytur 7,94
18 Leiftur frá Lækjamóti Marie Holzemer Rauður/milli-einlittglófext Þytur 7,90
19-20 Gunnadís frá Stóru-Ásgeirsá Magnús Ásgeir Elíasson Jarpur/dökk-stjörnótt Þytur 7,69
19-20 Sæmd frá Höskuldsstöðum Gestur Stefánsson Jarpur/milli-stjörnótt Neisti 7,69
21 Náttþoka frá Syðra-Kolugili Jónína Lilja Pálmadóttir Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 7,69
22 Veigar frá Grafarkoti Fanney Dögg Indriðadóttir Rauður/milli-blesótt Þytur 7,66
23 Muninn frá Hvammstanga Halldór P. Sigurðsson Brúnn/milli-einlitt Þytur 7,35

B flokkur
A úrslit
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Bogi frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Brúnn/dökk/sv.skjótt Þytur 8,58
2 Eldur frá Bjarghúsum Hörður Óli Sæmundarson Rauður/dökk/dr.stjörnótt Þytur 8,56
3 Jaðrakan frá Hellnafelli Kolbrún Grétarsdóttir Rauður/dökk/dr.einlitt Þytur 8,47
4 Sigurrós frá Hellnafelli Kolbrún Grétarsdóttir Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 8,34
5 Abel frá Flagbjarnarholti Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,10
B úrslit
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
6 Birta frá Áslandi Þorgeir Jóhannesson Grár/mósóttureinlitt Þytur 8,38
7-8 Stígur frá Reykjum 1 Þorgeir Jóhannesson Jarpur/dökk-einlitt Þytur 8,22
7-8 Lokkadís frá Þóreyjarnúpi Anne Röser Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,22
9 Örk frá Lækjamóti Friðrik Már Sigurðsson Jarpur/rauð-einlitt Þytur 8,14
10 Stjörnu-Blesi frá Hjaltastaðahvammi Linnea Sofi Leffler Rauður/milli-blesótt Þytur 7,79

Forkeppni:
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Adrían frá Garðshorni á Þelamörk Daníel Jónsson Rauður/milli-blesótt Neisti 8,77
2 Brynjar frá Syðri-Völlum Jakob Svavar Sigurðsson Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 8,66
3 Hrönn frá Ragnheiðarstöðum Daníel Jónsson Rauður/milli-blesótt Neisti 8,52
4 Garri frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,52
5 Bogi frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Brúnn/dökk/sv.skjótt Þytur 8,51
6 Eldur frá Bjarghúsum Hörður Óli Sæmundarson Rauður/dökk/dr.stjörnótt Þytur 8,44
7 Galdur frá Geitaskarði Bergrún Ingólfsdóttir Brúnn/milli-einlitt Neisti 8,43
8 Jaðrakan frá Hellnafelli Kolbrún Grétarsdóttir Rauður/dökk/dr.einlitt Þytur 8,31
9 Tenór frá Hólabaki Guðjón Gunnarsson Jarpur/rauð-einlitt Neisti 8,23
10 Sinfónía frá Blönduósi Egill Þórir Bjarnason Brúnn/milli-einlitt Neisti 8,20
11 Ísafold frá Margrétarhofi Sigurður Ólafsson Brúnn/milli-blesótt Neisti 8,20
12 Sigurrós frá Hellnafelli Kolbrún Grétarsdóttir Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 8,17
13 Smiður frá Ólafsbergi Guðjón Gunnarsson Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Neisti 8,14
14-15 Abel frá Flagbjarnarholti Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,12
14-15 Garri frá Gröf Hörður Óli Sæmundarson Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,12
16 Kafteinn frá Hofi Ásdís Brynja Jónsdóttir Brúnn/milli-einlitt Neisti 8,11
17 Lokkadís frá Þóreyjarnúpi Anne Röser Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,09
18 Æsir frá Grafarkoti Fanney Dögg Indriðadóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,04
19 Stígur frá Reykjum 1 Þorgeir Jóhannesson Jarpur/dökk-einlitt Þytur 8,03
20 Birta frá Áslandi Þorgeir Jóhannesson Grár/mósóttureinlitt Þytur 7,99
21 Stjörnu-Blesi frá Hjaltastaðahvammi Linnea Sofi Leffler Rauður/milli-blesótt Þytur 7,92
22 Örk frá Lækjamóti Friðrik Már Sigurðsson Jarpur/rauð-einlitt Þytur 7,85
23 Hefð frá Fremri-Fitjum Marie Holzemer Brúnn/milli-einlitt Þytur 7,79

Barnaflokkur


A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Indriði Rökkvi Ragnarsson Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,37
2 Jólín Björk Kamp Kristinsdótti Kjarval frá Hjaltastaðahvammi Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,32
3 Svava Rán Björnsdóttir Gróp frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 7,97

Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 8,27
2 Jólín Björk Kamp Kristinsdótti Kjarval frá Hjaltastaðahvammi Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,23
3 Svava Rán Björnsdóttir Gróp frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 7,77
4 Indriði Rökkvi Ragnarsson Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 7,52

Unglingaflokkur


A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Ósvör frá Lækjamóti Jarpur/milli-tvístjörnótt Þytur 8,43
2 Margrét Jóna Þrastardóttir Grámann frá Grafarkoti Grár/rauðureinlitt Þytur 8,36
3 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Trygglind frá Grafarkoti Rauður/milli-skjótt Þytur 8,32
4 Aðalbjörg Emma Maack Daníel frá Vatnsleysu Leirljós/Hvítur/milli-einlitt Þytur 8,28

Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Freyðir frá Leysingjastöðum II Móálóttur Þytur 8,49
2 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Ósvör frá Lækjamóti Jarpur/milli-tvístjörnótt Þytur 8,47
3 Aðalbjörg Emma Maack Daníel frá Vatnsleysu Leirljós/Hvítur/milli-einlitt Þytur 8,35
4 Margrét Jóna Þrastardóttir Grámann frá Grafarkoti Grár/rauðureinlitt Þytur 8,29
5 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Trygglind frá Grafarkoti Rauður/milli-skjótt Þytur 8,28
6 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Freyja frá Brú Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,24
7 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Skutla frá Hvoli Brúnn/milli-skjótt Þytur 8,02
8 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Þyrla frá Hvoli Brúnn/milli-einlitt Þytur 7,90

Ungmennaflokkur

A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Laukur frá Varmalæk Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Þytur 8,53
2 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Glitri frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,19
3 Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir Diddi frá Þorkelshóli 2 Rauður/milli-einlitt Sörli 8,09

Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Laukur frá Varmalæk Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Þytur 8,57
2 Ásdís Freyja Grímsdóttir Pipar frá Reykjum Moldóttur/d./draugskjótt Neisti 8,30
3 Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir Diddi frá Þorkelshóli 2 Rauður/milli-einlitt Sörli 8,26
4 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Erla frá Grafarkoti Brúnn/mó-einlitt Þytur 8,22
5 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Glitri frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,12
6 Sólrún Tinna Grímsdóttir Eldborg frá Þjóðólfshaga 1 Brúnn/mó-einlitt Neisti 8,11
7 Una Ósk Guðmundsdóttir Nóta frá Tunguhálsi II Brúnn/mó-stjörnótt Neisti 8,06
8 Ásdís Freyja Grímsdóttir Lygna frá Lyngholti Brúnn/milli-einlitt Neisti 7,80
9 Freyja Ebba Halldórsdóttir Hekla frá Bjarghúsum Bleikur/fífil-stjörnótt Þytur 7,67

Gæðingatölt


A úrslit
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Ásta frá Hellnafelli Jessie Huijbers Bleikur/fífil-skjótt Þytur 8,43
2 Stjórn frá Gauksmýri Kolbrún Grétarsdóttir Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,38
3 Birta frá Áslandi Þorgeir Jóhannesson Grár/mósóttureinlitt Þytur 8,13
4 Diddi frá Þorkelshóli 2 Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir Rauður Þytur 8,10 (keppti sem gestur)
5 Kjarval frá Hjaltastaðahvammi Jólín Björk Kamp Kristinsdótti Rauður/milli-stjörnótt Þytur 7,99

Forkeppni
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Eldur frá Bjarghúsum Hörður Óli Sæmundarson Rauður/dökk/dr.stjörnótt Þytur 8,49
2 Ásta frá Hellnafelli Jessie Huijbers Bleikur/fífil-skjótt Þytur 8,48
3 Stjórn frá Gauksmýri Kolbrún Grétarsdóttir Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,47
4 Birta frá Áslandi Þorgeir Jóhannesson Grár/mósóttureinlitt Þytur 8,34
5 Diddi frá Þorkelshóli 2 Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir Rauður/milli-einlitt Þytur 8,22
6 Kjarval frá Hjaltastaðahvammi Jólín Björk Kamp Kristinsdótti Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,17
7 Skutla frá Hvoli Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Brúnn/milli-skjótt Þytur 8,07
8 Þyrla frá Hvoli Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 7,82
9 Freyja frá Brú Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 7,75
10 Röskva frá Hvammstanga Halldór P. Sigurðsson Rauður/milli-blesa auk leista eða sokkaglófext Þytur 7,68

100 m skeið


1.sæti Jóhann B. Magnússon og Vinàtta frá Árgerði tími 8,17
2. Sæti Anna Herdís og Þyrill frá Djúpadal tími 8,81
3. Sæti Hallfríður Sigurbjörg og Eydís frá Keldudal tími 8,93

Pollaflokkur


Flottasti flokkurinn á hverju móti er auðvitað alltaf  pollaflokkurinn, að þessu sinni mættu 4 flottar stelpur til leiks en það voru þær Herdís Erla Elvarsdóttir og Drangey,Sigríður Emma Magnúsdóttir og Frosti, Margrét Þóra Friðriksdóttir og Komma og Helga Mist Magnúsdóttir og Lukka



Flettingar í dag: 1626
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 1319
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 983818
Samtals gestir: 51149
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 14:20:41