11.12.2013 14:38

Formleg opnun á reiðhofi

 
 
 

Á laugardaginn 13. desember frá kl. 14-16 bjóða Jói Magg. og fjölskylda á Bessastöðum alla velkomna að koma og skoða hið nýja reiðhof sem verið er að taka í notkun á búinu.

Það er upplagt fyrir fólk að líta upp úr amstri hversdagsins og jólaundirbúningsins og kíkja við á Bessastöðum til að skoða þessa frábæru viðbót við inniaðstöðu til tamninga og þjálfunar á hrossunum.

Á heimasíðu Bessastaða er hægt að sjá frétt af tilurð hofsins: http://bessast.123.is/blog/2013/10/23/reumst-i-byggingu-a-reihofi/

 

 

05.12.2013 09:51

Pakkhúsið kallar !!!


Erum búnir að taka inn nýjar hestavörur frá Líflandi, t.d kuldagalla, hnakka, járningavörur og fleira tilvalið í jólapakkann og allt á jólatilboði. Endilega kíkið við í rólegt og gott afsláttarumhverfi, heitt á könnunni.


Jólatilboð er allt frá 10% afsláttur og er á öllum hestavörum frá Líflandi.

Barnahnakkur....... 26990 kr

Kuldagalli MB........34990 kr

Forest reiðúlpa......21990 kr

Reiðhjálmur..........21990 kr

Impact reiðbuxur...14990 kr

Öll verð eru án afsláttar. Við getum pantað það sem þig vantar.

Einnig verður 50% afsláttur af classic mix hestamúslí meðan birgðir endast. 

 


Pakkhúsmenn

03.12.2013 20:11

Helga Rún frá Bessastöðum í viðtali.


í atriðinu með dreifnáminu á Þytssýningunni 2013 á Elfu frá Kommu

Nafn:
Helga Rún Jóhannsdóttir
Skóli: Fjölbrautaskóli Norðurlands-vestra, dreifnámið
Uppáhaldsdrykkur: græn v-sport og appelsínudjús.
Uppáhaldsmatur: nautasteik með kryddbrúnuðum kartöflum og einhverri góðri sósu
Hvenær ætlar þú að taka inn? Við byrjuðum að taka inn eldri hrossin í nóvember. Í haust höfum við verið að vinna með frumtamningatryppin en þau eru komin í frí núna.
Hvað finnst þér vera það besta við hestamennskuna: Þegar maður sér árangurinn í því sem maður er að gera, þegar maður er búinn að leggja blóð, svita og tár í vinnuna og maður sér að hún er að borga sig. Og síðan skemmir ekki fyrir hversu mikið af skemmtilegu fólki maður tengist í gegnum hestana.
Hver er skemmtilegasti hestur sem þú hefur þjálfað og af hverju? Embla frá Þóreyjarhnúpi. Hún er svo jákvæð og hlíðin, með einstaklega góðar grunngangtegundir og auðveld í umgengni.
Hefur þú áhuga á ræktun? Ef svo er hver er uppáhalds stóðhesturinn þinn og af hverju?
Já, ég hef alveg dágóðan áhuga á ræktun. Uppáhalds stóðhesturinn minn er líklega Óskasteinn frá Íbishóli. Vegna þess að hann er með svo gott geðslag og svo eðlisgóðar gangtegundir.
Hvað er skemmtilegasta atriði sem þú hefur tekið þátt í á sýningum með Þytsfélögum?
Það hefur verið mjög gaman í öllum fánareiðunum á stóru mótunum, þá hversu góðir stuðningsmenn þytsfélagar geta verið á meðan að reiðinni stendur. En síðan var atriðið sem við fórum með á Æskan og hesturinn árið 2011 mjög skemmtilegt og flott.
Finnst þér gaman að keppa? Einhver árangur sem stendur upp úr? Já, mér finnst alveg ágætt að keppa og koma fram á þeim hrossum sem ég er búin að vera að þjálfa. Bæði til að fá staðfestingu á því hvernig hesturinn er að heiman og til að fá álit frá öðrum. Eftirminnilegasti árangurinn var þegar ég vann Ásdísi frænku mína í tölti í liðakeppninni í hittifyrra. Þá var ég á Oddvita frá Bessastöðum og við unnum okkur upp úr B-úrslitum og ég var líka ein því foreldrar mínir höfðu eitthvað betra að gera. Svo var líka rosalega gaman á úrtökunni í vor á Emblu frá Þóreyjarhnúpi þegar við unnum unglingaflokkinn en hún er bara 5 vetra og ég hafði þjálfað hana sjálf frá því hún kom inn í desember.
Hver er helsta fyrirmyndin þín í hestamennskunni: Ætli það sé ekki bara hann faðir minn.
Eitthvað sem mætti bæta við æskulýðsstarfið? Nei, mér finnst það ósköp gott eins og það er. En mér fannst frekar fúlt að það var ekki farið í hestaferðina á fjórðungsmótið.



Embla frá Þóreyjarnúpi sem Helga sigraði unglingaflokkinn í sumar á


 Mynd frá Bessastöðum á reiðhallarsýningu Þyts sl vetur.

27.11.2013 15:10

Frumtamningarnámskeiðið byrjað

Undirrituð tók smá rúnt upp í reiðhöll og kíkti á þáttakendur á frumtamningarnámskeiðinu.  Hendi hér inn nokkrum myndum frá því, gæðin á myndunum eru  nú ekki til að hrópa húrra yfir þar sem að birtan getur verið svolítið erfið  inni í reiðhöllinni. 

Þessir vildu td. ekki vera í fókus wink

 

Þessar dömur voru heldur skárri með fókusinn...

 

 

Malin til í slaginn!

 

Nemendurnir 

Og síðast en ekki síst kennarinn  smiley.

 

 

21.11.2013 10:33

Félagsfundur

Almennur félagsfundur verður haldinn í félagshúsi Þyts, mánudaginn 25. nóvember og hefst kl. 20.30

Dagskrá fundarins er:

1. vetrarstarfið

 2. önnur mál

Stjórn Þyts

16.11.2013 21:35

Hvað segir hestafimleikastelpan Fríða :)

 


 


 
úr atriðinu Pink ladies og í 2. sæti í Smala á Ballöðu frá Grafarkoti
 

Nafn: Fríða Björg Jónsdóttir
Skóli: Grunnskóli Húnaþing vestra
Uppáhaldsdrykkur: pepsi
Uppáhaldsmatur: Pasta
Hvenær ætlar þú að taka inn? Er ekki alveg ákveðið
Hvað finnst þér vera það besta við hestamennskuna: tengsli við hestinn og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og svo félagsskapurinn
Hver er skemmtilegasti hestur sem þú hefur þjálfað og af hverju? Ballaða frá Grafarkoti er örugglega skemmtilegsti hestur sem ég hef þjálfað. Hún sýndi svo mikinn árangur eftir veturinn svo er hún svo mikill persónuleiki
Hefur þú áhuga á ræktun? Ef svo er hver er uppáhalds stóðhesturinn þinn og af hverju? Hef ekki mikinn áhuga á ræktun, en það er margir flottir stóðhestar
Hvað er skemmtilegasta atriði sem þú hefur tekið þátt í á sýningum með Þytsfélögum? Mér finnst hesta fimleikarinir mjög skemmtilegir en held samt að mér finnst Pink ladies atriðið skemmtilegast.
Finnst þér gaman að keppa? Einhver árangur sem stendur upp úr? Já, það sem stendur upp úr er örugglega 2 sæti í smala í liðkeppinni
Hver er helsta fyrirmyndin þín í hestamennskunni: Ég er ekki með einhverja sérstaka fyrirmynd en það sem mér finnst fólk vera að gera vel tek ég til mín
Eitthvað sem mætti bæta við æskulýðsstarfið? Mér dettur ekkert í hug
 


Þýskalandsferðin sumarið 2013

 

16.11.2013 00:35

Þytsheimar að opna !!!


Frá frumtamningarnámskeiðinu 2013

Hægt er að kaupa kort í höllina, sem gildir frá 15. nóvember 2013 til 10. september 2014. Gjald Þytsfélaga er 22.000.- og má greiða inn á 0159-05-403351 kt. 550180-0499 eða panta kort hjá Ragnari í síma 869-1727 og fá sendan reikning.

Verðskrá vegna notkunar í Þytsheima er eftirfarandi:


Kort fyrir meðlimi Þyts 22.000 kr
Kort fyrir aðra 27.000 kr
Dagpassi 2.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 14-16:30 og 20-24:00 5.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 9-14 virka daga 3.000 kr
Einkatími-klukkutími um helgar 5.000 kr
Einnig er hægt að leigja, sal, eldhús og kaffiaðstöðu og hljóðkerfi og þarf að borga fyrir það aukalega.

Ekki er opið fyrir einkatíma á milli klukkan 16:30-20:00 á virkum dögum.

Stéttarfélagið Samstaða endurgreiðir 50% af íþróttakortum en þó að hámarki 8.000 kr á hvern félagsmann á hverju 12 mánaða tímibili. Einnig eru mörg önnur stéttarfélög að bjóða félagsmönnum sínum einhvers konar endurgreiðslu og því um að gera fyrir alla að kanna sinn rétt.


Frumtamningarnámskeið er að hefjast í næstu viku en annars er höllin að mestu laus. Frekari upplýsingar hjá Ragnari í síma 869-1727.


10.11.2013 09:23

Ísólfur Gæðingaknapi ársins 2013

mynd af vef Hestafrétta

Í gærkvöldi var Uppskeruhátíð hestamanna haldin og þar voru árleg knapaverðlaun veitt. Ísólfur hlaut titilinn gæðingaknapi ársins 2013, enda frábær árangur á árinu td sigurvegari í B-flokki gæðinga á Fjórðungsmótinu á Vesturlandi en Ísólfur kom 3 hestum í úrslit í þeim flokki. INNILEGA TIL HAMINGJU ÍSÓLFUR !!!!!

Það var annar vestur-húnvetningur sem hlaut titil í gærkvöldi, en Bergþór Eggertsson, Beggi frá Bjargshóli, var valinn skeiðknapi ársins en hann er heimsmeistari í 250 m skeiði.

 mynd af vef hestafrettir.is

Auk þeirra var Helga Una Björnsdóttir tilnefnd í flokknum kynbótaknapi.


09.11.2013 02:04

Hvað segir fjárbóndinn?


Nepja og Jóhannes á LM 2012
Nafn: Jóhannes Geir Gunnarsson
Skóli: Ég er í háskólanum hjá Indriða í Grafarkoti
Uppáhaldsmatur: sviðahausar og slátur.
Uppáhaldsdrykkur: ísköld mjólk með slátrinu.
Hvenær ætlar þú að taka inn? Ætli lömbin verði ekki tekinn inn og rúin svona í lok mánaðarins (okt).
Hvað finnst þér vera það besta við hestamennskuna: Að smala íslensku sauðkindinni á góðum hesti.
Hver er skemmtilegasti hestur sem þú hefur þjálfað og af hverju? Ætli það sé ekki þau Þróttur og Nepja þau er algjörir gæðingar sem hafa kennt mér mikið.
Hefur þú áhuga á ræktun? Ef svo er hver er uppáhalds stóðhesturinn þinn og af hverju? Ég er nú meira fyrir hrútaskránna. En annars hef ég mikinn áhuga á ræktun. Þeir eru nú margir góðir, en ætli Stáli frá Kjarri sé ekki í mestu uppáhaldi núna, mér finnst hann gef mikla töffara og mjög góð hross. Til dæmis mun ég seint gleyma sýninguni á Móniku frá Miðfelli 5 á LM12 í Reykjavík
stórglæsileg hryssa.
Hvað er skemmtilegasta atriði sem þú hefur tekið þátt í á sýningum með Þytsfélögum? Mjallhvít og dvergarnir sjö 1972, einstaklega vel heppnuð sýning.
Finnst þér gaman að keppa? Einhver árangur sem stendur upp úr? Já það er alltaf gaman að keppa ef vel gengur. Ætli það sé ekki B-úrslit í ungmennaflokki á Fjórðungsmótinu í sumar á henni Nepju, já svo stendur það líka upp úr fyrsta skiptið sem ég keppti í fimmgangi í vetur þegar ég vann mig upp úr B-úrslitum og endaði fjórði í A.
Hver er helsta fyrirmyndin þín í hestamennskunni: ég hef nú mikið litið upp til ásetunnar hjá honum föður mínum
Eitthvað sem mætti bæta við æskulýðsstarfið? Innleiða hjálmaskyldu í hestafimleikunum.


Við Eydís í atriði hjá Þyt og Nepja upprennandi ræktunarhryssan mín

05.11.2013 14:31

Eva Dögg í spjalli


Ég og Brokey á Grunnskólamótinu á Sauðárkróki 2013


Nafn: Eva Dögg Pálsdóttir

Skóli: Grunnskóli Húnaþings vestra

Uppáhaldsdrykkur: Ísköld mjólk og svali.

Uppáhaldsmatur: Fyrir utan ís þá er það grillað svínakjöt.

Hvenær ætlar þú að taka inn? Ég bara veit það ekki, efsast um að ég taki eitthvað inn sjálf.

Hvað finnst þér vera það besta við hestamennskuna: Það er ansi margt, en t.d. bara ríða út og þjálfa.
Hver er skemmtilegasti hestur sem þú hefur þjálfað og af hverju? Það eru nokkur mjög skemmtileg, t.d. Brokey frá Grafarkoti. Hún er skemmtileg, viljug meri með góðar gangtegundir og það er bara gaman að þjálfa hana.  

Hefur þú áhuga á ræktun? Ef svo er hver er uppáhalds stóðhesturinn þinn og af hverju? Já ég hef nú áhuga á því. Ég veit nú ekki hvort ég eigi mér einhvern einn uppáhalds en ef ég á að nefna einhvern þá dettur mér fyrst í hug Alur frá Lundum. Afþví að mér finnst þetta fallegur, jafnur hestur og hann hefur verið að gera það gott í keppni.

Hvað er skemmtilegasta atriði sem þú hefur tekið þátt í á sýningum með Þytsfélögum? Ég hef tekið þátt í nokkrum skemmtilegum atriðinum en skemmtilgasta er Pink Ladies.  

Finnst þér gaman að keppa? Einhver árangur sem stendur upp úr? Já, mér finnst það mjög gaman. Ætli það sé ekki bara á landsmótinu 2011, þegar ég komst í A-úrslit í barnaflokki á Heimi frá Sigmundarstöðum.

Hver er helsta fyrirmyndin þín í hestamennskunni: Ég held að ég eigi mér ekki neina eina fyrirmynd, en það eru samt alveg nokkrir sem ég lít upp til.

Eitthvað sem mætti bæta við æskulýðsstarfið? Kannski ekki beint bæta við en það væri gaman ef það væri önnur ferð þar sem að við heimsækjum ræktunarbú og fleira.

 
Ég og Heimir á LM 2011 tv og th við Karítast í PINK LADIES búningunum.

29.10.2013 20:24

Helga Una og Ísólfur tilnefnd á landsvísu



Tveir Þytsfélagar eru tilnefndir sem knapar ársins á landsvísu. En það eru snillingarnir Helga Una Björnsdóttir sem kynbótaknapi og Ísólfur Líndal sem gæðingaknapi.

Nefnd um knapaval á Uppskeruhátíð hestamanna, sem haldin verður 9.nóv, hefur skilað af sér tilnefningum. Tilnefndir eru fimm knapar í hverjum flokki en flokkarnir eru: íþróttaknapi, skeiðknapi, gæðingaknapi, kynbótaknapi, efnilegasti knapinn og knapi ársins.

Frábær árangur hjá þessum tveim flottu Þytsfélögum. Innilega til hamingju !!!

29.10.2013 16:10

Myndir fyrir dagatal Þyts

Jæja kæru félagsmenn,  okkur langar mikið að útbúa líkt og áður dagatal og leitum því til ykkar með myndir sem hægt væri að setja í það.

Endilega ef þið lumið á skemmtilegum hestatengdum myndum, teknar á hvaða árstíma sem er,  sendið á netfangið isolfur@laekjamot.is. 
 

með fyrirfram þökk 

umsjónarmenn dagatals Þyts 2013

27.10.2013 16:13

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktunarsamtaka V-Hún.

Í gærkvöldi var uppskeruhátíð Hrossaræktunarsamtakanna og Þyts, frábær skemmtun að vanda. Efstu kynbótahrossin voru verðlaunuð, knöpum ársins í hverjum flokki veitt viðurkenning og tilkynnt hvaða ræktunarbú er ræktunarbú ársins í Húnaþingi vestra, eftir mat og verðlaunaafhendingar var annállinn fluttur og skemmtilnefndinni tókst enn eitt árið að láta salinn grenja úr hlátri í klukkutíma ;) Myndir frá hátíðinni koma inn í myndaalbúm í vikunni.

Knapar ársins hjá Þyt eru í ungmennaflokki, Jónína Lilja Pálmadóttir, í 2. flokki Þorgeir Jóhannesson og í 1. flokki Ísólfur L Þórisson.
 


Ísólfur knapi ársins í 1. flokki


Þorgeir Jóhannesson knapi ársins í 2. flokki


Jónína Lilja knapi ársins í ungmennaflokki

 
Ræktunarbú ársins 2013 er LÆKJAMÓT
 
 
Hæst dæmda hryssan er Návist frá Lækjamóti með aðaleinkunn 8,33 og hæst dæmti stóðhesturinn er Bassi frá Efri-Fitjum með aðaleinkunn 8,39.

Hæst dæmdu kynbótahrossin eru:

4 vetra

1. sæti Gleði frá Bessastöðum með aðaleink. 7,94
2. sæti Hugsun frá Bessastöðum með aðaleink 7,84

5 vetra

1. sæti Brennir frá Efri-Fitjum með aðaleink. 8,34
2. sæti Askur frá Syðri-Reykjum með aðaleink 8,26
1. sæti Ólafía frá Lækjamóti með aðaleink. 8,15
2. sæti Gunnvör frá Lækjamóti með aðleink. 7,94
3. sæti Mynd frá Bessastöðum með aðaleink. 7,91

6 vetra

1. sæti Bassi frá Efri-Fitjum með aðaleink 8,39
2. sæti Bikar frá Syðri-Reykjum með aðaleink. 8,18
3. sæti Hugi frá Síðu með aðaleink 8,12
1. sæti Fura frá Stóru-Ásgeirsá með aðaleink 8,30
2. sæti Gáta frá Lækjamóti með aðaleink. 8,24
3. sæti Glæða frá Bessastöðum með aðaleink 8,23

7 vetra og eldri

1. sæti Erfingi frá Grafarkoti með aðaleink. 8,13
1. sæti Návist frá Lækjamóti með aðaleink 8,33
2. sæti Alúð frá Lækjamóti með aðaleink. 8,24
3. sæti Vág frá Höfðabakka með aðaleink. 8,11


Lækjamótsfjölskyldan með verðlaunin sín


 

26.10.2013 15:18

Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts

 

Í dag var haldin uppskeruhátíð Æskulýðsnefndarinnar á Gauksmýri. Þar mættu mörg af yngri krökkunum sem tóku þátt í æskulýðsstarfinu á árinu. Því miður var mikið af eldri krökkunum að heiman vegna annars skipulags æskulýðs- eða skólastarfs. Börnin fengu öll viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og stórt hestalitaplakat.

Það voru 65 börn og unglingar sem tóku þátt í fjölbreyttu æskulýðsstarfi hjá Þyti.  Það sem boðið var upp á voru ýmis reiðnámskeið (byrjendanámskeið, keppnisnámskeið, námskeið fyrir minna vana og námskeið fyrir meira vana), fimleikar á hesti og svo tóku þauþátt í ýmsum keppnisgreinum og sýningum. Auk þessa luku 5 krakkar námskeiðinu Knapamerki 2.

Stigahæstu knapar í barnaflokki og unglingaflokki voru verðlaunaðir.

 

Í barnaflokki var Karitas Aradóttir stigahæst.

 

 
 

Í unglingaflokki var Kristófer Smári Gunnarsson stigahæstur.

 

26.10.2013 14:14

Námskeið í vetur

Jæja, þá er nýr vetur genginn í garð og því um að gera að spá í hvað við getum gert skemmtilegt í vetur! 

Það sem er fyrst  á döfinni er fyrirhugað frumtamningarnámskeið með Þóri Ísólfssyni reiðkennara.  Nokkrir aðilar hafa óskað eftir að slíkt námskeið verði haldið, en til að svo verði þurfum við að ná  amk. 5 manns.   

Líkleg tímasetning á þessu námskeiði yrði mánaðarmótin nóv/des. Endilega látið heyra í ykkur ef þið hafið áhuga á að taka þátt, ef þið viljið meiri upplýsingar eða ef þessi tímasetning hentar ekki,  svo reynum við að púsla þessu saman svo henti öllum.

Fanney Dögg Indriðadóttir  sem og James Faulkner hafa tilkynnt okkur að þau séu tilbúin að halda einhver námskeið í vetur og vafalaust mun eitthvað meira sniðugt skjóta upp kollinum þegar á líður.   Þetta verður klárlega frábær vetur hjá okkur! laugh

 

Fræðslunefnd Þyts

Maríanna  s: 896 3130, mareva@simnet.is

Alda 847 8842

 

 

Flettingar í dag: 911
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 1319
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 983103
Samtals gestir: 51147
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 08:09:36