16.07.2012 22:50

Myndbandsupptökur á söluhrossum.

Elka Guðmundsdóttir verður á ferð í Húnavatnssyslum fimmudaginn 19.júlí nk til að taka upp myndbönd af söluhrossum sem birtast á sölusíðunum www.icehorse.is og www.hest.is . Þeir félaga hrossaræktarsamtakana sem hafa áhuga á að fá Elku í heimsókn til sín eða fá hana til að taka upp er beðnir að hafa samband við Elku í síma 863-8813 eða á netfangið elka@simnet.is í síðasta lagi miðvikudaginn 19.júlí.

 

Hrossaræktarsamtökin.

09.07.2012 11:46



Um verslunarmannahelgina verður haldið 15. unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi. Þar munu ýmsir ungir íþróttamenn og konur etja kappi saman og þar á meðal verður keppt í hestaíþróttum. Skráningu á mótið lýkur á miðnætti þann 29. júlí og er keppnisgjaldið 6.000 kr. Skráning fer fram hér


Dagskrá mótsins er eftirfarandi :
Laugardagur  

Keppni hefst kl. 11:00
Keppni lýkur kl. 17:00 

Sunnudagur 

Keppni hefst kl. 11:00
Keppni lýkur kl. 16:00

Flokkarnir og greinarnar á mótinu er eftirfarandi:

Keppnisflokkar: 

Börn 11 - 13 ára
Unglingaflokkur 14 - 17 ára
Ungmennaflokkur  18 ára

Keppnisgreinar: 

Tölt og fjórgangur 11 - 13 ára
Tölt, fjórgangur og fimmgangur 14 - 17 ára
Tölt, fjórgangur og fimmgangur 18 ára

Keppt er samkvæmt reglum Landssambands hestamannafélaga og verðlaunaafhending fer fram að keppni lokinni. 

Nánari upplýsingar á http://www.umfi.is/umfi09/unglingalandsmot/ 

09.07.2012 10:07

Íslandsmót 2012 á Vindheimamelum



Skráning hefst þriðjudaginn 10 júlí og líkur kl: 16:00 fimmtudaginn 12 júlí.
Hægt er að senda skráninguna á tölvupósti á sah@bondi.is. Þá verður tekið á móti skráningum í gegnum síma 455-7100 milli 13:00 - 16:00 þessa þrjá daga.
Umsjón með skráningu hefur Steinunn Anna Halldórsdóttir.

Skráningargjöld
Skráningargjald er 5.000 kr fyrir hverja keppnisgrein (hverja skráningu).
Reikningsnúmer: 1125 - 26 - 1630 kt: 520705-1630


Senda þarf kvittun í tölvupósti á sah@bondi.is
Skýring: Nafn og kt. knapa sem greitt er fyrir
Greiðslur þurfa að hafa borist fyrir kl: 16:00 fimmtudaginn 12. júlí.


Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:
Nafn hests og IS númer
Hestamannafélag sem keppt er fyrir
Keppnisgreinar
Hver sé greiðandi, ef það er ekki knapinn sjálfur.

Hægt verður að fá spiluð óskalög keppenda þegar keppnin fer fram en þá verða keppendur að setja sig í samband við tónlistarstjóra á keppnisstað með lagið tilbúið á disk eða kubb.

Minnum á að lágmörk í einstökum greinum eru eftirfarandi:
Tölt (T1) 6,0
Fjórgangur (V1) 5,7
Fimmgangur (F1) 5,5
Tölt (T2) 5,7
Gæðingaskeið (PP1) 6,0
250 m skeið 26 sek
150 m skeið 17 sek
100 m skeið 9 sek

Árangur frá árunum 2011 og 2012 gildir.

Hestahald á Íslandsmóti

Nægt svæði er á Vindheimamelum þar sem menn geta tjaldað og girt fyrir hross sín.

Á Vindheimamelum eru tvö hesthús. Annað húsið verður haft laust til afnota yfir daginn fyrir keppendur. Hitt húsið er hugsað sem stóðhestahús og þarf að panta fyrir stóðhestana fyrirfram.

Rúnar Hreinsson (867-4256) tekur á móti pöntunum fyrir stóðhesta. Rúnar mun einnig veita upplýsingar um hvert sé best að leita vilji menn komast í hesthús í nágrenni Vindheimamela.

Varðandi gjaldtöku, þá kostar ekkert að vera með beitarhólf á Vindheimamelum. Ekki verður tekið gjald fyrir stíur í stóðhestahúsunum á Vindheimamelum og verður þar hey í boði. Hinsvegar verða menn sjálfir að skaffa undirburð og annast umhirðu og eftirlit með hestunum, en þeir verða þar á ábyrgð umsjónamanna sinna.


06.07.2012 10:55

Íslandsmót yngri flokka

Hestamannafélagið Geysir mun halda Íslandsmót Yngriflokka á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 25-29 júlí 2012. Mótið er öllum opið sem eru 21 árs og yngri. Keppt verður í öllum hefðbundnum flokkum hestaíþróttana og aldursskipt í barnaflokk, unglingaflokk og ungmennaflokk eins og venjan er. Nú er um að gera að taka þátt og ná sér í dýrmæta keppnisreynslu á einu stærsta íþróttamóti ársins. Nánari upplýsingar um skráningu, dagskrá og aðrar upplýsingar um mótið munu svo koma fljótlega eftir landsmót og þegar nær dregur Íslandsmóti.
Fjölmennum og hittumst hress og kát á Gaddstaðaflötum í lok júlí.

Aðalstyrktaraðilar mótsins eru:
Margrétarhof ehf
Lúðvík Bergmann(Búaðföng, Bakkakot, Foss og Hungurfit)

Mótanefndin

03.07.2012 00:02

Bassi frá Efri-Fitjum


Faðir. Aron frá Strandarhöfði (A.8,54)
Móðir. Ballerína frá Grafarkoti (A.8,19) með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi

Aðaleink. 8,15 BLUP. 120

Sköpulag: 8,24 Kostir: 8,10

Höfuð: 8,0
3) Svipgott F) Krummanef

Háls/herðar/bógar: 8,5
2) Langur 5) Mjúkur 6) Skásettir bógar

Bak og lend: 8,5
3) Vöðvafyllt bak 7) Öflug lend

Samræmi: 8,0
4) Fótahátt

Fótagerð: 8,0
4) Öflugar sinar

Réttleiki: 7,0
Framfætur: A) Útskeifir C) Nágengir

Hófar: 9,0
2) Sléttir 4) Þykkir hælar 7) Hvelfdur botn

Prúðleiki: 8,0
Tölt: 8,5
3) Há fótlyfta 5) Skrefmikið 6) Mjúkt

Brokk: 7,5

Skeið: 8,0
2) Takthreint 6) Skrefmikið B) Óöruggt

Stökk: 8,0
2) Teygjugott

Vilji og geðslag: 8,0

Fegurð í reið: 8,0
4) Mikill fótaburður B) Framsett

Fet: 8,5
A) Ójafnt

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 7,5

Bassi verður í hólfi að Efri-Fitjum. verð er 50.000kr án vsk. og sónars.

02.07.2012 22:59

Brennir frá Efri-Fitjum



Faðir. Krákur frá Blesastöðum 1A (A.8,34)
Móðir. Ballerína frá Grafarkoti (A.8,19) með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi

Aðaleink. 8,01 BLUP. 123

Sköpulag: 7,87 Kostir: 8,11

Höfuð: 7,5
2) Skarpt/þurrt G) Merarskál

Háls/herðar/bógar: 8,0
1) Reistur 6) Skásettir bógar 7) Háar herðar D) Djúpur

Bak og lend: 9,0
3) Vöðvafyllt bak 6) Jöfn lend 8) Góð baklína

Samræmi: 8,0
3) Langvaxið 5) Sívalvaxið

Fótagerð: 7,0
G) Lítil sinaskil J) Snoðnir fætur

Réttleiki: 7,0
Framfætur: E) Brotin tálína

Hófar: 8,5
4) Þykkir hælar 7) Hvelfdur botn

Prúðleiki: 7,5
Tölt: 8,5
1) Rúmt 5) Skrefmikið

Brokk: 8,0
1) Rúmt

Skeið: 8,5
1) Ferðmikið 6) Skrefmikið

Stökk: 8,0
1) Ferðmikið 2) Teygjugott

Vilji og geðslag: 8,0
2) Ásækni

Fegurð í reið: 8,0
4) Mikill fótaburður B) Framsett

Fet: 6,5
A) Ójafnt C) Framtakslítið

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 7,0


Brennir verður í hólfi að Efri-Fitjum. Verð 50.000kr án vsk. og sónars.


Upplýsingar í síma 894-2554 Gunnar eða netfangið fitjar@simnet.is




02.07.2012 19:56

Skemmtilegu landsmóti í Reykjavík lokið.


Fríða Marý var fánaberi Þyts :)


mynd: Arnar Kjærnested.


Þá er Landsmóti í Reykjavík lokið. Eftir fréttina sem sett var inn á síðuna á þriðjudegi á meðan á mótinu stóð átti Tryggvi eftir að fara í milliriðla á fimmtudeginum og endaði hann í 17. sæti með einkunnina 8,46 og því mjög stutt frá úrslitum.

mynd af facebooksíðu Helgu
Tveir Þytsfélagar kepptu í úrslitum í B-flokki, Helga Una Björnsdóttir og Möller frá Blesastöðum (kepptu fyrir Smára) komust í B-úrslti í B-flokki og enduðu þau í 15. sæti með einkunnina 8,53.


Af Þytsfélögunum gekk best í gæðingakeppnninni þeim Ísólfi Þórissyni og Freyði frá Leysingastöðum II (kepptu fyrir Neista) en þeir komust beint inn í A-úrslit og enduðu í sjötta sæti með einkunnina 8,70.

Innilega til hamingju með árangurinn á mótinu kæru félagar !!!!



FLOTTIR ÞYTSFÉLAGAR Á LEIÐ Í HÓPREIÐINA.

Fleiri myndir frá Landsmótinu komnar í myndaalbúmið hér á síðunni og flestar teknar af Vigdísi ;)


02.07.2012 11:19

Blær fer í hólf á morgun...


Blær frá Miðsitju fer í hólf á morgun í Gröf í Víðidal, Blær er með 8,65 fyrir hæfileika og 8,48 í aðaleinkunn.

Faðir hans er Arður frá Brautarholti og móðir hans er Björk frá Hólum.

Verð pr folatoll er 90.000 með girðingargjaldi, hagagöngu og virðisaukaskatti.


Upplýsingar hjá Tryggva í síma 898-1057.

26.06.2012 22:58

LM 2012 - Staðan á þriðjudegi...


FLOTTIR :)


Þá er allri forkeppni lokið á LM. Okkar fólki hefur gengið vel og tók Vigdís margar myndir sem settar voru inn í myndaalbúm hérna á heimasíðunni. Börn, unglingar og ungmenni stóðu sig öll vel þótt þau hafi ekki náð inn í milliriðla og voru félaginu til mikils sóma.

Kafteinn frá Kommu

Af þeim knöpum sem keppt hafa fyrir hönd Þyts á mótinu hafa þeir Tryggvi Björns og Kafteinn frá Kommu náð lengst en þeir eru komnir í milliriðil sem fer fram á fimmtudagsmorgun. Spennandi verður að fylgjast með þeim félögum.


Síðan var keppt í milliriðli í B-flokki í dag og komst Þytsfélaginn Ísólfur beint inn í A-úrslit á Freyði frá Leysingjastöðum. TIL HAMINGJU ÍSÓLFUR !!!!

Hér má svo sjá nokkrar myndir af flotta fólkinu okkar og margar fleiri inn í myndaalbúminu hérna á síðunni :)







20.06.2012 22:46

Æfingatímar á LM

Æfingatímar á LM, hér fyrir neðan má sjá æfingatímana sem Þytsfélagar hafa fyrir mótið á vellinum.

Fimmtudagur 21. Júní

Frjálst frá kl. 08.00 - 11.00

Föstudagur 22. Júní

Þytur /Snæfaxi æfingatími frá kl. 16.00 - 16.30

Enginn frjáls tími.

Laugardagur 23. Júní

Þytur æfingatími frá kl. 11.00 - 11.30

Frjáls tími frá kl. 13.00 - 13.30

Sunnudagur 24. Júní

Frjálst/knapafundur 18.00 - 19.00

Neisti/Þytur frá kl. 21.00 - 21.30

Alla æfingatíma má síðan sjá hér.

19.06.2012 18:58

Firmakeppni Þyts 2012

Barnaflokkur


Dómarar þetta árið voru Rakel Runólfsdóttir og Sesselja Aníta Ellertsdóttir. Stóðu þær sig bæði fagmannlega og vel.


Þátttakandi í pollaflokki var aðeins einn í ár og virðist því sem Þytsfélagar verði að fara að halda sig betur að verki í barneignum.

Þátttakandi þessi var:
Linda Rún Sigurbjartsdóttir á Frigg frá Fögrubrekku


Úrslit í keppninni voru eftirfarandi:

Barnaflokkur
1. Anna Herdís Sigurbjartsdóttir á Frigg frá Fögrubrekku, keppti fyrir Steypustöðina
2. Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir á Auði frá Grafarkoti, keppti fyrir Gistiheimili Hönnu Siggu
3. Karítas Aradóttir á Gyðju frá Miklagarði, keppti fyrir Urðun ehf.

Unglingaflokkur
1. Fríða Björg Jónsdóttir á Skugga frá Brekku, keppti fyrir Leirhús Grétu
2. Kristófer Smári Gunnarsson á Óttari frá Efri-Þverá, keppti fyrir Selasetrið
3. Helga Rún Jóhannsdóttir á Prins frá Hesti, keppti fyrir Melstaðarkirkju

Kvennaflokkur
1. Fanney Dögg Indriðadóttir á Drápu frá Grafarkoti, keppti fyrir Stóru-Ásgeirsá
2. Herdís Einarsdóttir á Ræmu frá Grafarkoti, keppti fyrir Búrfellsbúið
3. Gréta Brimrún Karlsdóttir á Dropa frá Áslandi, keppti fyrir Bessastaði

Karlaflokkur
1. Elvar Logi Friðriksson á Byr frá Grafarkoti, keppti fyrir Jón Böðvarsson Syðsta-Ósi
2. Jóhann Birgir Magnússon á Unun frá Vatnshömrum, keppti fyrir Lækjamót
3. Sverrir Sigurðsson á Rest frá Efri-Þverá, keppti fyrir Tvo Smiði

Viljum við þakka þeim fyrir sem styrktu okkur, öllum sem tóku þátt, sem og öðrum sem komu að keppninni.

Firmakeppnisnefnd

19.06.2012 12:24

Félagsjakkarnir komnir !!!

Félagsjakkarnir, bindin og barmmerkin eru mætt á svæðið og er hægt að nálgast þau hjá Kollu. Áður en búningurinn er afhentur þarf að millifæra upphæðina inn á reikning Þyts nr. 0159-26-001081 kt. 550180-0499. Jakkarnir kosta 30.000 kr., bindin 2.500 kr. og merkin 2.300 kr. og heildarupphæðin er því 34.800 kr.

15.06.2012 15:55

Firmakeppni Þyts 2012



Firmakeppni Þyts verður haldinn sunnudaginn 17. Júní 2012 á Hvammstanga og hefst kl. 17:00. Keppt verður í polla-, barna-, unglinga-, kvenna- og karlaflokki.
Vonumst til að sjá sem flesta þar sem þetta er fjáröflun fyrir félagið.

Firmakeppnisnefnd

14.06.2012 19:51

Þolreið á landsmóti



Laugardaginn 30. júní verður haldin þolreið frá félagssvæði Harðar að landsmótssvæðinu og endað á stóra hringvellinum á félagssvæði Fáks. Það geta allir tekið þátt á vel þjálfuðum reiðhestum en þolreið í þessari mynd er haldin árlega á íslenskum hestum um alla Evrópu.

Vegleg verðlaun eru í boði en fyrir fyrsta sæti eru veittir flugmiðar til Evrópu með Iceland Express. Einnig veitir Hestaleigan Laxnes veglega bikara fyrir fyrsta til þriðja sæti.

Þetta verður einstaklingskeppni en ekki liðakeppni og hvetjum við þá sem áhuga hafa á þátttöku að skrá sig á netfangið irmasara@simnet.is. Þar þarf að koma fram nafn á knapa og kennitala, nafn á hesti og IS-númer. Þátttökugjald er einungis 2000 krónur og skulu lagðar inn á reikning Landsmóts ehf. 515-26-5055, kt. 501100-2690. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 22. júní.

13.06.2012 23:28

Byr og Grettir frá Grafarkoti

Grettir frá Grafarkoti

F: Dynur frá Hvammi
M: Ótta frá Grafarkoti

Verður til afnota í Grafarkoti í allt sumar, verð 60.000 + vsk. Upplýsingar í síma 860-2056 Indriði eða 848-8320 Hedda.


Byr frá Grafarkoti




Sýnandi: Elvar Logi Friðriksson

Mál (cm):

140 130 136 62 141 37 47 42 6.6 29.5 18.5

Hófa mál:

V.fr. 9,3 V.a. 9,1

Aðaleinkunn: 7,79

Sköpulag: 7,88
Kostir: 7,73


Höfuð: 7,5
6) Fínleg eyru 7) Vel borin eyru F) Krummanef

Háls/herðar/bógar: 7,5
D) Djúpur

Bak og lend: 8,0
3) Vöðvafyllt bak

Samræmi: 8,5
4) Fótahátt 5) Sívalvaxið

Fótagerð: 7,5
G) Lítil sinaskil

Réttleiki: 8,0
Afturfætur: 1) Réttir

Hófar: 8,5
4) Þykkir hælar 7) Hvelfdur botn

Prúðleiki: 6,5

Tölt: 8,0
3) Há fótlyfta D) Ójafnt

Brokk: 8,5
4) Skrefmikið 5) Há fótlyfta 6) Svifmikið

Skeið: 5,0

Stökk: 9,0
1) Ferðmikið 2) Teygjugott 4) Hátt 5) Takthreint

Vilji og geðslag: 8,5
2) Ásækni 5) Vakandi

Fegurð í reið: 8,5
2) Mikil reising 4) Mikill fótaburður

Fet: 7,0
B) Skrefstutt

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,5


Byr er bráðefnilegur fjórgangshestur . Gjald 40,000 +vsk Upplýsingar í síma 860-2056 Indriði eða 848-8320 Hedda.

Flettingar í dag: 278
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1319
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 982470
Samtals gestir: 51107
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 02:39:35