08.01.2013 21:49

Folaldasýning á Blönduósi

 

Fyrirhugað er að halda folaldasýningu þann 20 janúar í reiðhöllinni Arnargerði Blönduósi ef næg þátttaka næst.

Dómari velur besta folaldið í flokkum hesta og hryssna en áhorfendur velja álitlegasta folaldið í sömu flokkum. Skráning á netföngin thp@bondi.is og hrima@hrima.is fyrir 17. janúar.

Veglegir follatollar verða í verðlaun.

Hrossaræktarsamtök A-Hún

07.01.2013 20:41

Húnvetnska liðakeppnin 2013

 

Þá er akkúrat mánuður í fyrsta mót, flestir líklega komnir á rétt stig þjálfunar svo hestarnir toppi á réttum klukkutíma þann 8. febrúar nk, þegar fyrsta mótið er og keppt verður í fjórgangi.

Stóra breytingin frá því í fyrra er að lið 4, Austur-Húnvetningar sáu sér ekki fært að mæta með lið en vonandi sjáum við sem flesta koma og keppa með einhverjum af hinum liðunum. Í ár verður boðið uppá nýjung samhliða liðakeppninni sem fengið hefur nafnið, bæjarkeppni. Nánar um hana má sjá hér í reglunum að neðan.

 

Mót Húnvetnsku liðakeppninnar verða:

8. febrúar - Fjórgangur
23. febrúar - Smali og skeið
15. mars - Fimmgangur og tölt T7 í 3. flokki og T3 í unglingaflokki
5. apríl - Tölt T1 (fegurðartölt í staðin fyrir yfirferðartölt) í öllum flokkum nema 3. flokki er keppt í tölti T7.

Sjá nánar um töltgreinarnar hér: http://lhhestar.is/static/files/Log_og_reglur/lh_logogreglur_2011.pdf   bls 83

Reglur keppninnar árið 2013:

Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili. Einnig verður hver og einn knapi að velja sér hvort hann ætlar að keppa í 1., 2. eða 3. flokki í upphafi tímabils en keppendur mega hækka sig um flokk hvenær sem er á tímabilinu, en aðeins hækka sig. Ef knapi velur að hækka sig getur hann ekki lækkað sig aftur á tímabilinu. Þetta hefur þau áhrif í einstaklingskeppninni að knapi getur ekki flutt með sér stig á milli flokka.

Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki hægt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig.

Á lokamóti mótaraðarinnar má ekki bætast nýr aðili við liðið nema að hann hafi verið skráður félagsmaður í Neista eða Þyt fyrir fyrsta mót mótaraðarinnar, þ.e. 8. febrúar 2013.

Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

1. flokkur, ef keppendur eru 16 eða fleiri eru B-úrslit riðin. Fjórir efstu eru öruggir í A-úrslit, sá fimmti þarf að vinna sig upp í úrslitin.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 14 stig
2. sæti - 12 stig
3. sæti - 11 stig
4. sæti - 10 stig
5. sæti - 9 stig

Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 8 stig
7.sæti - 7 stig
8.sæti - 6 stig
9.sæti - 5 stig
Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

2. flokkur, sömu reglur í sambandi við A- og B-úrslit. Stigagjöf er þó öðruvísi.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 10 stig
2. sæti - 8 stig
3. sæti - 7 stig
4. sæti - 6 stig
5. sæti - 5 stig

Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 4 stig
7.sæti - 3 stig
8.sæti - 2 stig
9.sæti - 1 stig

 Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

3. flokkur, aðeins riðin A-úrslit. (flokkurinn er ætlaður fyrir knapa sem eru minna keppnisvanir)
Stig í úrslitum eru gefin þannig:
1.sæti - 6 stig
2.sæti - 4 stig
3.sæti - 3 stig
4.sæti - 2 stig
5.sæti - 1 stig

Barna- og unglingaflokkur (17 ára og yngri, fædd 1995 og seinna) aðeins riðin A-úrslit.
1.sæti - 6 stig
2.sæti - 4 stig
3.sæti - 3 stig
4.sæti - 2 stig
5.sæti - 1 stig

Skeið:

Í skeiði má hver knapi keppa á eins mörgum hrossum og hann vill en getur aðeins fengið stig fyrir einn hest eins og í öðrum greinum. Þessi keppni gefur mismunandi stig í liðakeppninni og einstaklingskeppninni. Aðeins keppt í einum flokki og stig eftirfarandi:
 

Liðakeppni: einstaklingskeppni:

1.sæti - 10 stig         5 stig
2.sæti - 8 stig           4 stig
3.sæti - 7 stig           3 stig
4.sæti - 6 stig           2 stig
5.sæti - 5 stig           1 stig
6.sæti - 4 stig           1 stig
7.sæti - 3 stig           1 stig
8.sæti - 2 stig           1 stig
9.sæti - 1 stig           1 stig


Smalinn:

Reglur smalans:

Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.

Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.

Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!

 

BÆJARKEPPNI

Í ár verður boðið uppá nýjung samhliða liðakeppninni sem fengið hefur nafnið, bæjarkeppni.

Stutt lýsing: Bæjarkeppni er keppni þar sem ræktunarbú, hesthús, kvenfélög eða hvaða hópur sem er, býr til 4 manna lið. Hvert lið þarf að innihalda einn knapa í hvern flokk, ekki er gerð krafa að sömu knapar keppi fyrir sama liðið allan tímann (það má rótera á milli liða á milli móta), liðskipan í bæjarkeppninni er ekki bundin af liðunum í liðakeppninni t.d. getur eitt liðið innihaldið knapa úr öllum liðum liðakeppninnar (lið 1, 2 og 3). Bæjarkeppnin er sjálfstæð keppni samhliða liðakeppninni og hefur engin áhrif á stigaútreikning hennar, en notast er við sömu stigagjöfina í báðum keppnum þ.e. knapi sem nær í 8 stig í liðakeppninni tekur þau stig einnig með sér í bæjarkeppnina ef hann er þar í liði. Áður en hvert mót hefst verður að vera búið að skila inn til mótshaldara hverjir keppa fyrir liðið. Þessi nýjung er tilvalin til að peppa upp mannskapinn fá fleiri lið til að spreyta sig saman.

 

07.01.2013 10:52

Þrettándagleðin

 

Í gær fór fram Þrettándagleði sem æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Þyts stóð fyrir. Farið var í hópgöngu/reið frá Pakkhúsi KVH upp í reiðhöllina Þytsheima. Huldufólk fór fyrir göngunni og fylgdu nokkrir mennskir á hestum í kjölfar þeirra. Svo voru býsna margir sem tóku þátt á tveimur jafnfljótum eða hjólhestum, sumir voru með hundana sína með í bandi og voru þeir auðvitað hinir prúðustu líkt og eigendur þeirra. Í hópnum mátti einnig sjá jólasveina, Grýlu og Leppalúða, sem að venju voru nú svolítið rugluð. Stoppað var við sjúkrahúsið og nokkrir jólasöngvar sungnir. Í Þytsheimum var fólki boðið upp á hlaðborð kræsinga og kakó, sem veitinganefnd Þyts og foreldrar í æskulýðsstarfinu stóðu fyrir, börnum var boðið á hestbak og Elinborg Sigurgeirsdóttir og Helga Rún Jóhannsdóttir spiluðu nokkur lög á harmonikkur og gestir sungu með.

 

Myndir eru komnar af hátíðinni í myndaalbúm heimasíðunnar.

Viljum við í nefndinni þakka öllum kærlega fyrir komuna og aðstoðina við að gera gleðina sem mesta. Einnig þökkum við sveitarfélaginu Húnaþingi vestra fyrir veittan styrk til að geta staðið fyrir hátíðinni og gert hana skemmtilega.

06.01.2013 12:46

Frumtamninganámskeiði lokið

Það voru kampakátir þáttakendur sem luku frumtamninganámskeiðinu í dag.  

 

Þau sem tóku þátt voru sammála um að mjög vel hefði tekist til og er það ekki síst frábærum kennara að þakka.  Við erum aldeilis heppin að hafa svona reynslubolta eins og Þóri Ísólfsson á svæðinu til að leiðbeina okkur og þetta námskeið verður vonandi árviss viðburður héðan í frá.   Nokkrar myndir eru komnar inn frá námskeiðinu, þær má sjá hér

04.01.2013 19:38

Járninganámskeið!

Járninganámskeið fyrir jafnt byrjendur sem lengra komna verður haldið helgina 11.-13.janúar 2013, ef næg þáttaka fæst. 

Kennari: Kristján E. Gíslason járningameistari. 

Námskeiðið hefst með fyrirlestri á föstudagskvöldinu, kl.20 í kaffistofu Þytsheima.  Verkleg kennsla fer svo fram á laugardegi og sunnudegi, gert er ráð fyrir 2.klst á mann í verklegu. Einnig mun hann vera með sýnikennslu/kynningu á heitjárningum.

Þáttakendur mæta með sinn hest, en einnig verða lappir í boði fyrir byrjendur og þá sem það vilja. wink  Skeifur og fjaðrir eru innifaldar. 

Verð: 22.000kr. 

Skráning og/eða nánari upplýsingar hjá Öldu í síma: 847 8842 og hjá Maríönnu í síma: 896 3130 eða á netfangið mareva@simnet.is fyrir miðvikudaginn 9.janúar.

Fræðslunefnd Þyts

04.01.2013 11:02

Þrettándagleði

 

Þrettándagleði

Verður haldin sunnudaginn 6. janúar nk. kl. 15:00

Farið verður frá Pakkhúsplani KVH á Hvammstanga kl: 15:00. Álfakóngur, álfadrottning, hirðmeyjar ásamt Grýlu, Leppalúða og jólasveinum leiða gönguna upp í reiðhöllina Þytsheima. Stoppað verður við sjúkrahúsið og sungnir áramótasöngvar.
Í Þytsheimum munu jólasveinar, Grýla og Leppalúði syngja og tralla með okkur og börnunum boðið á hestbak.
Foreldrar barna í æskulýðsstarfinu bjóða upp á kökur og brauðmeti og veitinganefnd Þyts býður upp á kaffi og kakó.

Vonumst til að sjá sem flesta á hestum og gangandi og eigum góða stund saman.
Kveðja Æskulýðsnefnd Þyts.

Ps: ef veðurútlit verður vont gæti dagskráin breyst, það verður þá auglýst á heimasíðu Þyts: thytur.123.is
 Ágætu íbúar vinsamlegast skjótið EKKI upp flugeldum á meðan gangan fer fram, þar sem hross geta auðveldlega fælst og valdið slysum.

27.12.2012 21:45

Ísólfur íþróttamaður ársins í Vestur-Húnavatnssýslu


Ísólfur og Freyðir á LM í Reykjavík í sumar.

 

Ísólfur L Þórisson var í dag valinn íþróttamaður ársins hjá aðildafélögum USVH. Ísólfur hefur á undanförnum árum skipað sér í raðir bestu hestamanna landsins. Árið 2012 var honum farsælt á keppnisbrautinni og keppti hann á mörgum mótum með flottum árangri. Ísólfur var einnig knapi ársins hjá Þyt. Hér á eftir fer listi yfir árangur hans á árinu.

Ísólfur komst í A-úrslit á Landsmóti hestamanna í B-flokki og endaði í 6. Sæti.

Á Íslandsmóti í hestaíþróttum komst hann einnig í A-úrslit í fjórgangi og endaði þar í 5. Sæti, og í tölti lenti hann í 8. - 9. sæti. 

Í Húnvetnsku liðakeppninni sigraði Ísólfur fjórgang og fimmgang, varð í 2. sæti í tölti og stigahæsti knapi mótaraðarinnar.

Í meistaradeild Norðurlands sigraði Ísólfur fjórgang, varð í 4. sæti í fimmgangi, 9. sæti í tölti, 6. sæti í slaktaumatölti og í 4. sæti samanlagt yfir mótaröðina. 

Á Bautatölti á Akureyri varð Ísólfur í 3. sæti í tölti og á Þytsheimatölti á Hvammstanga endaði hann í 1. sæti.

Á  Íþróttamóti Skugga í Borgarnesi sigraði Ísólfur bæði tölt og fjórgang.

Á vormóti Þyts sigraði Ísólfur bæði tölt og fjórgang og varð annar í fimmgangi.

Á gæðingamóti Þyts og úrtöku fyrir Landsmót sigraði Ísólfur tölt og B-flokk og endaði í 3. sæti í A-flokki.  

 

INNILEGA TIL HAMINGJU ÍSÓLFUR MEÐ ÁRANGUR ÁRSINS !!!!

 

 

Í 2.sæti varð Helga Margrét Þorsteinsdóttir og í 3.sæti Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir.

 

Á heimasíðu USVH má svo sjá alla sem tilnefndir voru í ár.

24.12.2012 16:28

Gleðileg jól

Stjórn Þyts sendir Þytsfélögum sem og öllum Húnvetningum bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samstarf, ánægjuleg samskipti og stuðning á árinu sem er að líða. Hér má sjá örfáar myndir frá frábæru ári.

 

 

 

16.12.2012 16:17

Járninganámskeið

Fyrirhugað er að halda járninganámskeið dagana 11.-13.janúar nk. ef næg þáttaka fæst.  Kennari verður Kristján Elvar Gíslason járningameistari.  Þetta námskeið er jafnt fyrir byrjendur og lengra komna.  Takið þessa daga frá ef þið hafið hug á að skrá ykkur, þetta verður svo auglýst nánar þegar nær dregur.  smiley

 

Fræðslunefnd Þyts

08.12.2012 13:15

Sirkus

Í gær voru krakkarnir í hestafimleikunum með Sirkus sýningu í íþróttahúsinu á Laugarbakka. Í myndaalbúminu eru skemmtilegar myndir af sýningunni.  Irina Kamp og Kathrin Scmitt hafa verið með vikulegar æfingar í haust fyrir um 30 krakka, sem sýndu ýmsar listir í sirkusnum. Það hafa verið vikulegar æfingar í haust í íþróttahúsinu og eftir áramót hefjast æfingar í reiðhöllinni á Hvammstanga þar sem krakkarnir munum æfa fimleika á hestum.

 

Námskeið á vegum Æskulýðsstarf Þyts í vetur:

Eins og áður hefur verið auglýst verða nokkur námskeið fyrir krakkana í vetur. Námskeiðin hefjast í byrjun febrúar. Enn eru nokkur laus pláss í námskeiðin, en þau eru:

Keppnisþjálfun, Reiðþjálfun fyrir minna vana, Reiðþjálfun fyrir meira vana, Byrjendahópur 9 ára og yngri og Fimleikar á hesti. Auk þess verður verklegi hluti í Knapamerki 2.

Þið sem viljið fá nánari upplýsingar um námskeiðin eða skrá á þau, endilega sendið okkur tölvupóst í netfangi thyturaeska@gmail.com.

 

01.12.2012 21:34

Aðventan byrjar vel hjá hestamönnum

Í dag 1.desember var margt um að vera á Hvammstanga. Jólamarkaðir voru bæði í félagsheimilinu og í reiðhöllinni þar sem margt fallegt mátti sjá og versla.  Auk þessa voru þrjár áhugaverðar sýnikennslur í Þytsheimum og voru margir fróðleiksþyrstir hestamenn mættir til að sjá og heyra. Við Þytsmenn megum vera stolt af okkar félagsmönnum sem vinna frábært starf í sjálfboðavinnu fyrir félagið. Allir eru duglegir að mæta og að baki hverjum viðburði eru fjölmörg störf félagsmanna unnin í sjálfboðavinnu, það ber að þakka.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá deginum í dag sem er góð byrjun á spennandi vetrarstarfi í Þytsheimum.

fjölmargir komu á markaðinn í Þytsheimum

 

Þórarinn Eymundsson (Tóti) sýnir líkamsbeitingu af innlifun

Góð mæting var á sýnikennslurnar

28.11.2012 13:22

Fyrsta námskeið vetrarins!

 

Þá er komið að því, nú drífum við af stað fyrsta námskeið vetrarins en það er frumtamningarnámskeið.

Kennsla verður í höndum Þóris Ísólfssonar reiðkennara.    Námskeiðið skiptist í 2 bóklega tíma + 12 verklega, og mun það ná yfir 4-6 vikna tímabil.  Þáttakendur koma með sitt eigið trippi.  Byrjað verður á bóklega hlutanum fimmtudaginn 6.desember kl. 20:00  í Þytsheimum.  Þá verður einnig nánari tilhögun námskeiðsins rædd og skipulögð.

Verðið á námskeiðinu verður  +/- 30.000kr.

Skráning fer fram hjá Öldu í síma:847 8842 eða Maríönnu í síma: 896 3130 eða á netfangið mareva@simnet.is .

Skráningu þarf að vera lokið fyrir þriðjudagskvöldið 4. desember.  Þið sem höfðuð sýnt þessu námskeiði áhuga: Vinsamlegast staðfestið þáttöku.smiley

Nýtið ykkur nú þetta frábæra tækifæri, höfum gagn og umfram allt gaman af!

Fræðslunefnd Þyts

 

 

 

26.11.2012 21:52

Vöru- og sölukynning!

Þann 1. desember nk. verður vöru- og sölukynning í Þytsheimum frá kl. 13-18. Í boði verða vörur frá Prjónastofunni Kidka, Knapanum Borgarnesi og Mýranauti,  svo verður dagatal hestamannafélagsins að sjálfsögðu til sölu.  Einnig verður kynning á spæni frá Skógarvinnslunni ehf. 

Hestavöruverslunin Ástund býður svo upp á hnakkamátun og prófun í reiðhöllinni þann 1.desember nk.  frá klukkan 13-16. Guðmundur hjá Ástund gefur fólki tækifæri til að koma með eigin hest og prófa mismunandi hnakka og fá ráðleggingar um val á hnökkum.
 
Vinsamlegast pantið tíma á netfangið isolfur@laekjamot.is eða í síma 895-1146 (Vigdís) ef þið hafið áhuga á að nýta ykkur þetta frábæra tækifæri.
 
 Hnakkarnir sem fólki gefst tækifæri til að prófa eru:
 
Ástund Winner
 
Ástund Royal
 
Endilega látið sjá ykkur í Þytsheimum á laugardaginn, það verður heitt á könnunni smiley.

23.11.2012 08:32

Þrír Þytsfélagar eiga rétt á sæti í Meistaradeild Norðurlands

 
 
 
 

Búið er að ákveða keppnisdaga í Meistaradeild Norðurlands sem fer fram eins og áður í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Veislan hefst á úrtöku um sex laus sæti í deildinni 30 janúar.

30. jan. úrtaka um 6 laus sæti í deildinni.

20. feb. 4. gangur

6. mars. 5. gangur

20. mars. tölt

10. apríl. skeið og slaktaumatölt.

 

 

Þeir knapar sem nú þegar eiga sæti í Meistaradeildinni eru:

1.      Bjarni Jónasson         

2.      Sölvi Sigurðarson      

3.      Mette Mannseth         

4.      Ísólfur Líndal            

5.      Þórarinn Eymundsson            

6.      Ólafur Magnússon    

7.      Tryggvi Björnsson     

8.      Baldvin Ari Guðlaugsson     

9.      Þorbjörn H Matthíasson         

10.  Fanney D Indriðadóttir         

11.  Elvar Einarsson          

12.  Viðar Bragason     

   

22.11.2012 08:57

Viðburðadagatal 2013


Viðburðadagatalið fyrir 2013 er komið hérna inn á síðuna, svo núna er hægt að skipuleggja veturinn :)

 

Flettingar í dag: 1487
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 1319
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 983679
Samtals gestir: 51148
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 13:10:02