07.06.2007 12:55
Æfing í dag

Í dag verður æfingin fyrir börn og unglinga upp í Kirkjuhvammi fyrir Gæðingamótið. Hedda í Grafarkoti mun leiðbeina krökkunum og byrjar æfingin klukkan 14.00.
Síðan verður námskeið í næstu viku eða dagana 11 - 14 júní og er skráningu lokið. Kennt verður á Hvammstanga í stóra gerðinu upp í hesthúsabyggðinni, kennt verður í þremur hópum frá kl.16:00, kl. 17:00 og kl. 18:00 og er kennari Hedda í Grafarkoti. Einnig verður æfing fyrir 17. júní atriðið fyrir eldri og yngri hóp þann 15 júní kl. 17:00 og verða þá lokin á námskeiðinu og eitthvað skemmtilegt gert
Flettingar í dag: 1849
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 643
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1906703
Samtals gestir: 87581
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 09:39:54