20.07.2007 09:27
Af hestafrettir.is
Það verða tvær meistaradeildir í hestaíþróttum veturinn 2008, en undanfarin ár hefur ein meistaradeild verið haldin í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli. Ákveðið hefur verið að setja af stað meistaradeild í hestaíþróttum veturinn 2008 í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Styrktaraðili deildarinnar verður Kaupfélag Skagfirðinga og mun deildin nefnast Meistaradeild Norðurlands KS deildin.
Mun þetta án nokkurs vafa verða mjög sterk deild þar sem margir af færustu keppnismönnum landsins eru norðan heiða ekki síst í Skagafirði eins og sást á nýafstöðnu Íslandsmóti á Dalvík.Undirbúningur er á fullu og verður deildin kynnt nánar áður en langt um líður en ljóst er að keppt verður um verulega vegleg verðlaun.
Flettingar í dag: 5445
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 10727
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 1753113
Samtals gestir: 83858
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 17:18:24