06.01.2008 20:30

Þrettándagleðin

 álfadrottningin og álfakóngurinn

Þrettándagleðin var í gær laugardaginn 5. janúar. Farið var í blysför frá Söluskálanum og endað upp í Kirkjuhvammi á keppnisvellinum. Álfadrottning, álfakóngur og hirðmeyjar leiddu gönguna á hestum gegnum bæinn og gaman var að sjá hvað það voru margir sem fylgdu á hestum í blysförinni. Grýla, leppablúði og jólasveinar skemmtu krökkunum í göngunni og björgunarsveitin Húnar kveikti upp í brennu að göngu lokinni.

Myndir komnar inn á myndasíðuna.
Flettingar í dag: 749
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417936
Samtals gestir: 74854
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:29:37