24.01.2008 09:37
Tjarnartölt

Tjarnartölt verður haldið á Gauksmýrartjörn laugardaginn 26.janúar nk. og hefst kl.14:00.
Keppt verður í 3 flokkum: 1. flokkur , 2. flokkur og barna- og unglingaflokki. Skráningargjald er 1000 kr á skráningu.
Þá er keppt í hesthúsakeppni sem er liðakeppni, að minnsta kosti 4 knapar/hestar mynda lið (mega vera fleirri) sem hefur 5 mínútur til ráðstöfunar til að sýna listir sínar og hafa alla tjörnina sem sýningarsvæði. Dómari eða dómnefnd velur síðan besta liðið. Skráningagjald er 3.000 kr á lið.
Keppt er um veglega farandgripi sem eru gefnir af: Líflandi, Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Húsasmiðjunni og Sveitasetrinu Gauksmýri.
Farandgripirnir eru smíðaðir af Ágústi Þorbjörnssyni.
Gefendur annarra verðlauna eru K. Richter ( Kerckhaert skeifur) og Tveir smiðir ehf.
Skráning og upplýsingar í síma 451-2927 eða 869-7992 eða gauksmyri@gauksmyri.is.
Ef veður hamlar eða ísinn er ekki nógu traustur þannig að fresta þarf TJARNARTÖLTI mun tilkynning birtast á heimasíðu Gauksmýrar www.gauksmyri.is
Jafnframt er tilboð á gistingu og mat fyrir menn og hesta hjá Sveitasetrinu Gauksmýri. ( sjá nánar Hestahelgi www.gauksmyri.is ) auk þess sem veitingar eru til sölu á Sveitasetrinu.
Tilvalið fyrir keppnismenn og hinn almenna hestamann að fjölmenna og taka þátt í þessu fyrsta ísmóti vetrarins. Toppaðstaða fyrir menn og hesta.
Tekið af www.gauksmyri.is
Flettingar í dag: 1316
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 10727
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 1748984
Samtals gestir: 83828
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 04:23:44