07.05.2008 15:46
Norðurlandamót í hestaíþróttum í Seljord í Noregi 4. - 10. ágúst
Norðurlandmót í hestaíþróttum verður haldið dagana 4. ? 10. ágúst í Seljord í Noregi á sama stað og heimsmeistaramótið í hestaíþróttum var haldið árið 1997. Seljord er í Telemark í fallegum dal þar sem aðstæður eru góðar og keppnisvæðið mjög skemmtilegt.
Búið er að ganga frá samningi við Einar Öder sem verður liðsstjóri landsliðsins og sér hann einnig alfarið um að velja keppendur í landsliðshópinn.
Keppt verður í öllum hefðbundnum greinum í aldurflokkunum:
13 ? 15 ára (15 ára á árinu)
16 ? 21 árs ( 21 árs á árinu)
Fullorðinsflokki ? 22 ára og eldri
Þeir sem hafa áhuga á að keppa fyrir Íslands hönd á mótinu eru vinsamlegast beðnir um að senda inn umsókn. Í umsókninni þarf að koma fram: Nafn, heimilisfang, sími, aldur og netfang. Einnig þarf að koma fram keppnisreynsla og telja upp helstu afrek á keppnisvellinum. Gott er ef knapar geta útvegað sér hest og/eða tekið með sér hest á mótið en að öðrum kosti verður aðstoðað við það.
Við hvetjum sem flesta til að sækja um en reynsla af þátttöku í svo stóru móti er frábært veganesti fyrir alla sem eru að spreyta sig á keppnisbrautinni. Þetta er ekki síður nauðsynleg reynsla fyrir þá sem stefna á að keppa á heimsmeistaramótinu sumarið 2009.
Umsóknum þarf að skila inn til Landssambands hestamannafélaga til og með 20. maí, hvort heldur sem bréflega, með tölvupósti lhsolla@isi.is eða á faxi 514 4031.
Allar upplýsingar um mótið er hægt að fá á skrifstofu LH í síma 514 4030.
Bestu kveðjur, Landsliðsnefnd LH