29.06.2008 20:49

Frá Æskulýðsnefnd

Fyrirhugað er að fara á Æskulýðsmót Norðurlands á Melgerðismelum 18.-20. júlí. Mótið hefst föstudaginn 18. júlí kl.18.00 á ratleik og síðan mun skemmtunin halda áfram (sjá auglýsingu að neðan). Þátttakendur taki með sér hest og gott væri ef foreldrar/forráðamenn tækju með sér hest til að fylgja í reiðtúra og aðrar þrautir. Ekkert þátttökugjald er, en grill verður á laugardagskvöldinu sem þátttakendur þurfa að greiða fyrir. Þátttakendur sjá sér sjálfir fyrir gistingu og öðru uppihaldi, en frítt er á tjaldstæðið á staðnum. Einnig verður frí aðstaða fyrir hesta. Þátttakendur verða að vera í fylgd foreldra eða forráðamanna.  

Þátttaka tilkynnist fyrir 12.júlí 2008 til Öllu á adalheidursveina@simnet.is eða í síma 868-8080.  Þá verður hægt að skoða hvernig farið verður með hestana norður. Nánari upplýsingar verða einnig hjá Öllu.




Kveðja Æskulýðsnefnd
Flettingar í dag: 1431
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 1788
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 2164735
Samtals gestir: 90426
Tölur uppfærðar: 2.8.2025 23:46:09