21.07.2008 21:52

Frá Æskulýðsnefnd

Nú styttist óðum í Unglist og þar ætlum við að koma fram með atriðin okkar, sem við höfum verið að sýna í vetur og vor. Sýningin okkar verður laugardaginn 26.júlí kl.16.00 í Hvammstangahöllinni.

 Æfingar hefjast:

miðvikudaginn  23. júlí kl. 17.30

fimmtudaginn   24. júlí kl. 17.30

föstudaginn       25. Júlí kl. 16.30

Allar æfingar fara fram í Hvammstangahöllinni. Aðstaða verður fyrir hestana í hólfi. Allir sem hafa verið með eru boðnir hjartanlega velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Atriðin sem um er að ræða eru Senjoriturnar, Ævintýra heimurinn og svo auðvitað Litlu krílin okkar sem mega nú alls ekki gleymast J. Gott væri ef litlu krílin gætu komið á æfinguna á fimmtudeginum til að við getum haft rennsli á öllum atriðunum.

Nánari upplýsingar gefa Alla s: 868-8080 eða Tóta s: 869-0353

Flettingar í dag: 2917
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 6580
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 1552352
Samtals gestir: 79539
Tölur uppfærðar: 28.1.2025 23:30:40