01.08.2008 00:03

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna fer að bresta á og verður það haldið dagana 14-17 ágúst en nánari dagskrá verður auglýst síðar - eða um leið og skráningafjöldinn er ljós.

Hestamannafélagið Fákur og hestamannafélagið Sóti sjá um framkvæmd mótsins sem er haldið í Víðidal hjá Fáki.

Lokafrestur fyrir hestamannafélögin til að skila inn skráningum fyrir sína félagsmenn er á miðnætti þriðjudagsins 5. ágúst. Skráningu skal senda til Sigrúnar á netfangið sigrun@skvh.is eða í síma 660-5826

Þær keppnisgreinar sem keppt verður í ef næg þátttaka næst eru.

Börn: tölt, fjórgangur, fimi barna og unglingaflokkur

Unglingar: tölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið, 100 m  skeið, fimi barna og

Ungmenni: tölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingakseið, slaktaumatölt, 100 m skeið og fimi.

Flettingar í dag: 361
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 2260
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 2048315
Samtals gestir: 89213
Tölur uppfærðar: 3.7.2025 02:29:46