24.10.2008 16:13
Það styttist...
Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún
og Hestamannafélagsins Þyts 2008
Hátíð í heimabyggð
Verður haldin laugardagskvöldið 1.nóvember
í Félagsheimilinu á Hvammstanga.
Matur, gleði og gaman.
Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:30
en húsið opnar kl 20:00 og það verður sko stemming.
Matseldin verður í höndum meistarakokksins, Þórhalls Magnúsar Sverrissonar Sigrúnarsonar.
Veislustjórar þetta árið eru okkar eigin Simmi & Jói.
Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 4512465 og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 29.október.
Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 5500 matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik með GHG og Ingibjörgu, sem hefst kl 00:00, þá kostar það litlar 2700 kr.
Enginn posi á staðnum!
Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins 2008 af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.
Grafarkot - Lækjamót - Syðri Vellir
Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun .
Siggi prestur kom í fyrra og honum fannst svakalega gaman.
Þú þarft ekki að vera hestamaður
Þú þarft ekki heldur að vera prestur
Svo framarlega sem þú átt lausan dag, láttu sjá þig
Sjáumst nefndin.
Hrannar Haraldsson, gaufastu til að láta sjá þig!