02.11.2008 17:20

Uppskeruhátíð Æskulýðsstarfsins

 

Á föstudaginn var uppskeruhátíð Æskulýðsstarfsins, fjöldi fólks mætti og í boði voru pítsur, gos og kökur. Uppskeruhátíðin þetta árið var einstaklega skemmtileg þar sem Æskulýðsnefndin tók á móti Æskulýðsbikar LH en Sigrún afhenti nefndinni hann eftir að hafa sjálf tekið við honum á LH þinginu eins og áður hefur komið fram.
Veittar voru viðurkenningar fyrir knapa ársins í barna- og unglingaflokki. Í barnaflokki var það Eydís Anna Kristófersdóttir sem stóð hæst á árinu og í unglingaflokki var það Aðalheiður Einarsdóttir en hún var ekki viðstödd en tók við viðurkenningunni á Uppskeruhátíðinni á laugardagskvöldinu. Alla fór svo yfir starfið á árinu og síðan veitti Hedda viðurkenningar fyrir þátttöku á námskeiðum ársins og að lokum var tekin hópmynd af öllum með æskulýðsbikarinn. Myndir má sjá hér.
Flettingar í dag: 1849
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 643
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1906703
Samtals gestir: 87581
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 09:39:54