08.12.2008 22:43
Steinnes ræktunarbú ársins í Austursýslunni...
Kiljan frá Steinnesi
Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Neista fór fram um helgina. Knapar, hross og ræktunarbú fengu eftirfarandi viðurkenningar:
Ólafur Magnússon er knapi ársins 2008, fyrir góða frammistöðu á mótum ársins (víðsvegar um landið) fyrir hönd Hestamanna.fél. Neista. Ægir Sigurgeirsson, fékk Viðurkenningu fyrir vel unnin störf á Ís-landsmótinu í þágu Hestamanna.fél. Neista. Þórólfur Óli Aadnegard, fékk viðurkenningu fyrir mikla og óeigingjarna vinnu við skeiðvöllinn í þágu Hestamanna.fél. Neista
Hæst dæmdu kynbótahrossin í eigu félagsmanna í Samtökum hrossabænda A-Hún.
HRYSSUR.
4 vetra. Kantata frá Hofi 8,44 fyrir sköpulag og 8,14 fyrir hæfileika aðaleink. 8,26. F. Kormákur frá Flugumýri M. Varpa frá Hofi. Ræktendur og eigendur. Jón og Eline Hofi. Sýnandi var Agnar Þór Magnússon.
5 vetra. Fjallanótt frá Skagaströnd. 8,04 fyrir sköpulag, 7,77 fyrir hæfil. Aðaleink. 7,88. F. Kjalar frá Skagaströnd. M. Þota frá Skagaströnd. Ræktandi og eigandi Sveinn Ingi Grímsson. Sýnandi Elvar Einarsson.
6 vetra. Katla frá Steinnesi. 7,94 fyrir sköpulag. 8,25 fyrir hæfil. Aðaleink. 8,13. F. Gammur frá Steinnesi M. Kylja frá Steinnesi. Ræktandi og eigandi. Magnús Jósefsson Steinnesi. Sýnandi Bjarni Jónasson.
7 vetra og eldri. Trópí frá Hnjúki 7,72 fyrir sköpulag 8,64 fyrir hæfil. Aðaleink. 8,26. F. Oddur frá Selfossi M. Löpp frá Syðra-Skörðugili Eig. Jóhanna Guðrún Magnúsdóttir Hnjúki Sýnandi. Bjarni Jónasson.
STÓÐHESTAR.
4.vetra. Kiljan frá Steinnesi. 8,08 fyrir sköpulag. 8,60 fyrir hæfil. Aðaleink. 8,39 F. Klettur frá Hvammi M. Kylja frá Steinnesi. Ræktandi og eigandi. Magnús Jósefsson Steinnesi. Sýnandi Agnar Þór Magnússon.
5 vetra. Kvistur frá Skagaströnd. 8,26 fyrir sköpul. 8,79 fyrir hæfil. Aðaleink. 8,58. F. Hróður frá Refsstöðum M. Sunna frá Akranesi. Ræktandi og eigandi. Sveinn Ingi Grímsson. Sýnandi Erlingur Erlingsson.
6 vetra Enginn sýndur.
7 vetra og eldri. Njörður frá Útnyrðingsstöðum 8,05 fyrir sköpul. 7,94 fyrir hæfil. Aðaleink. 7,98. F, Gustur frá Hóli M. Þruma frá Brekkugerði. RæktandiStefán Sveinsson , eigandi Hreinn Magnússon Leysingjastöðum. Sýnandi Þórir Ísólfsson.
Hæst dæmdu hross á Héraðssýningu í Húnaþingi.
Sölufélagsbikarinn:
Krafla frá Brekku 7,96 fyrir sköpul. 8,35 fyrir hæfil. Aðaleink. 8,20 F. Gustur frá Hóli M. Katla frá Brekku. Ræktandi Anna Bryndís Tryggvadóttir, eigandi Magnús Jósefsson Steinnesi. Sýnandi Tryggvi Björnsson.
Búnaðarbankabikarinn:
Tryggvi-Geir frá Steinnesi 7,93 fyrir sköpul. 8,17 fyrir hæfil. Aðaleink. 8,07. F. Parker frá Sólheimum M. Dimma frá Sigríðarstöðum Ræktandi Magnús Jósefsson Steinnesi, eigendur Ásgeir Blöndal og Tryggvi Björnsson Sýnandi Tryggvi Björnsson.
Fengsbikarinn
Hæst dæmda kynbóta hross í eigu félagsmanns með 8.58 í aðaleinkunn var Kvistur frá Skagaströnd. Eigandi Sveinn Ingi Grímsson.
Ræktunarbú ársins 2008 er Steinnes
heimild: www.feykir.is