09.01.2009 00:14
Þrettándagleðin


Komnar inn í myndaalbúm fullt af myndum frá Þrettándagleði Þyts. Endilega kíkið á það, en það var mjög vel að þessu staðið hjá Æskulýðsnefndinni. Björgunarsveitin Húnar voru með kyndla og sjörnuljós til sölu og kveiktu síðan í gosi upp við reiðhöll.
Í blysförinni voru fullt af hressum álfum, þrír jólasveinar og auðvitað Grýla og Leppalúði. Þau fengu far á kerru sem fylgdi blysförinni alla leiðina frá Pakkhúsinu og upp að Hvammstangahöllinni. Á undan fóru hestamenn, álfadrottning, álfakóngur og hirðmeyjar.
Siggi prestur fór svo á kostum og hélt uppi fjöri með söng og glensi. Tóta í Æskulýðsnefndinni stjórnaði leikjum, teymt var undir krökkunum og hægt var að fá sér kaffi, kakó og vöfflur. Guðmundur Haukur tilkynnti svo hver var Íþróttamaður ársins en það kom nú engum á óvart að þann titil hlaut Helga Margrét Þorsteinsdóttir.
Myndirnar má sjá hér.
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 2793
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 2260
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 2050747
Samtals gestir: 89226
Tölur uppfærðar: 3.7.2025 11:27:43