23.01.2009 20:40

Ís-landsmótið á Svínavatni



Húnvetnskir hestamenn eru ekki af baki dottnir og auglýsa hér með að blásið verður til leiks á Ís-landsmóti 2009 á Svínavatni  laugardaginn 7. mars næstkomandi.  Mótið í fyrra tókst vel, og við ætlum að hafa fyrirkomulag með svipuðu sniði, tímasetningin nánast sú sama, enda er Ægir bóndi og íseigandi í Stekkjardal farinn að undirbúa ísinn, með aðstoð almættisins.  Allt í reglu á þeim heimilum báðum.

Keppt verður í opnum flokki í A- og B- flokki gæðinga og tölti. Fyrirkomulag verður svipað og undanfarin ár, og verður nánar auglýst á vefmiðlum og á heimasíðum húnvetnsku hestamannafélaganna,  www.neisti.net  og www.123.is/thytur þegar nær dregur.

Flettingar í dag: 2798
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 643
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1907652
Samtals gestir: 87590
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 23:34:08