26.01.2009 15:41

Fræðslufundur MAST: Heilbrigði íslenska hestsins

Matvælastofnun heldur fræðslufund um heilbrigði íslenska hestsins þriðjudaginn 27. janúar 2009 kl. 15:00-16:00. Á fundinum verða teknir fyrir þættir sem ógnað geta heilbrigði og velferð hrossastofnsins og fjallað um viðbrögð við hugsanlegri vá. Þá verða nýleg dæmi um salmonellusýkingu og brot á dýraverndarlögum til umfjöllunar.


 

Fjallað verður um sjúkdómastöðuna hér á landi og hættuna á að nýir smitsjúkdómar berist í hrossastofninn. Farið verður yfir smitvarnir og aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir. Reglugerð um aðbúnað hrossa og lög um dýravernd verða kynnt og fjallað um ábyrgð Matvælastofnunar og eigenda á heilsu og velferð hrossa. Jafnframt verður farið yfir stöðu rannsókna á hrossasjúkdómunum sumarexemi og spatti.


Fyrirlesari verður Dr. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun.


Fundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði MAST að norðanverðu (Grafarvogsmegin). Fundurinn er opinn almenningi og eru hestaáhugamenn sérstaklega hvattir til að mæta.


Sjá www.mast.is

Flettingar í dag: 2734
Gestir í dag: 91
Flettingar í gær: 4713
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 2238964
Samtals gestir: 91719
Tölur uppfærðar: 31.8.2025 20:30:42