01.02.2009 09:35
FM 2009
| |||
|
Nefnir hann sem nýlundu að nú er öllum hestamannafélögum í Norðvesturkjördæmi nú boðin þátttaka og hleypir það mönnum kapp í kinnar að vita af þátttöku t.d. Skagfirðinga á mótinu.
"Það er búið að skipa framkvæmdanefnd og viðræður standa yfir við væntanlegan framkvæmdastjóra mótsins. Þá er búið að taka ákvörðun um hvað á að framkvæma á sjálfu mótssvæðinu. Aðallega verður það breyting á kynbótabraut þannig að skeiðbraut verður lengd og þar fara munu kynbótadómar fara fram. Þá verður upphitunarvöllur færður til og lagfæringar gerðar á umferð um svæðið og komið á hringakstri," sagði Gunnar. Hann segir að veitinga- og salernisaðstaða verði í færanlegum húsum og tjöldum sem flutt verða á staðinn.
Það eru hestamannafélögin fimm á Vesturlandi sem standa að fjórðungsmótinu, þ.e. Dreyri, Faxi, Glaður, Snæfellingur og Skuggi. Eins og fyrr segir er búið að bjóða öllum hestamannafélögum í NV kjördæmi þátttöku og hafa þau tekið mjög vel í boðið, að sögn Gunnars. "Það er búið að funda með forsvarsmönnum þessara félaga tvisvar og mikill hugur hjá þeim að mæta. Við reiknum því með stóru móti í sumar og megum t.d. reikna með allt að 50 hrossum í hverjum flokki," segir Gunnar.
Þess má geta að hestamannafélögin hafa sent ósk um fjárstuðning til flestra sveitarfélaganna á Vesturlandi og segir Gunnar að flest ef ekki öll þeirra hafi neitað stuðningi að þessu sinni. "Við reiknum því ekki með stuðningi úr þeirri átt nú en höfum þó allar klær úti og er Gunnar Sturluson formaður framkvæmdarnefndar betri en enginn í þeirri vinnu," sagði Gunnar Kristjánsson að lokum.
Sjá greinina á www.skessuhorn.is