23.02.2009 20:09

Fimmgangur og tölt barna og unglinga



Minnum á næsta mót í Húnvetnsku liðakeppninni. Það verður eins og áður hefur komið fram á Blönduósi og mun Neisti sjá um mótið. Skráning er á mail:
kolbruni@simnet.is
og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 24.02. Keppt verður í fimmgangi í 1. og 2. flokki og í tölti barna og unglinga.


Þær breytingar sem verða á stigasöfnun frá og með næsta móti eru að í
B-úrslitum í 1. flokki fær 6. sætið 5 stig, 7. sætið 4 stig, 8. sætið 3 stig og 9. sætið 2 stig.

Síðan verða unglingar með í stigasöfnuninni og þá fær
1. sætið 3 stig, 2. sætið 2 stig, 3. - 5. sætið fá 1. stig.
Þessum reglum var breytt í samráði við liðstjóra liðanna fjögurra.

Það sem koma þarf fram er knapi, hestur, ætt, litur og aldur og upp á hvora hönd þið viljið ríða.

Skráningargjald er 1.000.- fyrir fullorðna en 500 fyrir börn og unglinga.

Flettingar í dag: 2314
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 4331
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 2334208
Samtals gestir: 93199
Tölur uppfærðar: 17.9.2025 15:34:01