27.02.2009 08:03

Frá æskulýðsnefnd

viljum minna á:

Grímuglens 2009 á morgun

Þá er komið að grímuglensinu hjá okkur. Laugardaginn 28. febrúar næstkomandi verður haldinn grímglens í reiðhöllinni okkar. Gleðin mun standa frá kl. 11.00-14.00. Gaman væri ef allir gætu mætt í búningum, þó verður að hafa í huga að hestarnar geta auðveldlega hræðst. Farið verður í leiki á hestum og boðið verður upp á grillmat. Ef tími leyfir munum við setja upp smalabraut (svipuð og verður á grunnskólamótinu) svona öllum til skemmtunar.

Vonumst til að sjá sem flesta börn, unglinga, foreldrar og forráðamenn.

Yngstu knaparnir okkar mæta auðvitað fyrst á sínum tíma kl.10.30 og klára sinn tíma.

Kveðja

Æskulýðsnefnd Þyts

Svo viljum minna á að börn og unglingar eru á ábyrgð foreldra og forráðamanna.

Flettingar í dag: 955
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 351
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 1576012
Samtals gestir: 79769
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 10:48:22