10.03.2009 21:50

SMALINN

Næsta mót í Húnvetnsku liðakeppninni er SMALINN. Það verður 20. mars nk í Hvammstangahöllinni. Skráning hjá Kollu á emeil: kolbruni@simnet.is fyrir miðnætti þriðjudagsins 17. mars. Fram þarf að koma nafn knapa, hestur, ætt, litur og aldur. Skráningargjald 1.000.- Hægt er að greiða skráningargjaldið fyrir mót og leggja inn á 1105-15-200343 kt. 550180-0499.
Brautin er eins og myndin hér að neðan sýnir og verður sett upp í byrjun næstu viku. Riðið verður
á milli staura, upp á pall, í kringum staura osfrv. Þannig að það er hægt að byrja að æfa gæðingana þótt brautin sé ekki komin upp.

Keppt verður í Unglingaflokki, 2. flokki og 1. flokki. Stig í Unglingaflokki eru 3 -2-1-1-1, stig í 2. flokki eru 10-9-8-7-6-5-4-3-2-1 og stig í 1. flokki eru 10-9-8-7-6-5-4-3-2-1. Í 1. og 2. flokki fá 10 hestar að fara brautina aftur en 5 í Unglingaflokki.

 



Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar
Kolla, Logi og Fanney

Flettingar í dag: 888
Gestir í dag: 99
Flettingar í gær: 384
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 1421183
Samtals gestir: 75037
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 08:54:47