12.03.2009 21:49
Grunnskólamót
Grunnskólamót Norðurlands vestra í hestaíþróttum verður sett á í vetur. Þetta er alveg nýtt af nálinni og er hugmynd sem kviknaði hjá Smára Haraldssyni á Sauðárkróki sem í samstarfi við Geir Eyjólfsson unglingaráðsfulltrúa Léttfeta skipulögðu keppnina.
Keppnin verður haldin í samstarfi við hestamannafélögin Léttfeta, Stíganda, Svaða, Neista og Þyt og mega allir skólar á Norðvestur svæðinu taka þátt.
Keppt verður í þremur aldursflokkum.
1.-3. bekkur keppir í fegurðarreið á brokki eða tölti.
4.-7. bekkur keppir í tölti, þrígangi (fet, tölt eða brokk) og smala.
8.-10. bekkur keppir í tölti, fjórgangi, smala og skeiði.
Hver keppandi má aðeins skrá sig í eina keppnisgrein. Fyrir utan 8.-10. bekk þau mega skrá sig í eina grein og skeið ef þau vilja.
Þetta verður stigakeppni þar sem keppendur vinna stig fyrir skólann sinn og stigahæsti skólinn fær veglegan bikar að launum.
Fyrsta mótið af þremur verður haldið í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki 21. mars 2009 og hefst kl. 15.00.
Áður auglýstur undirbúningstími verður á laugardaginn 14. mars 2009 sem byrjar kl.11.30 og þarf að vera búið að skrá sig fyrir föstudaginn 13. mars 2009 kl. 20.00 hjá adalheidursveina@simnet.is gott væri að láta fylgja með í hvaða grein áætlað er að keppa í.
Einnig fer skráning á mótið sjálft fram í gegnum netið og þarf að vera búið að skrá sig fyrir kl. 17.00 miðvikudaginn 18. mars 2009 til sigurbjorg.thorunn@gmail.com fram þarf að koma: nafn knapa og hests, aldur, litur og upp á hvora hönd þið viljið ríða. Skráningargjald er 500.- krónur og greiðist á keppnisstað.
kveðja
Æskulýðsnefnd Þyts