15.03.2009 20:49

Frá æskulýðsnefnd

Börn/unglingar í Þyt

Vegna áður auglýst grunnskólamóts í hestaíþróttum  sem við í Þyt ásamt félögum á Nlv. stöndum fyrir, ætlum við að bjóða ykkur upp á fleiri tíma til að undirbúa ykkur sem viljið keppa á  mótinu.

Fanney Dögg Indriðadóttir verður á þriðjudaginn 17 mars 2009, í Hvammstangahöllinni og  byrjar hún kl. 16:30. Mun hún fara með ykkur yfir keppnisreglur ofl.

Við hvetjum ykkur til að nýta ykkur þennan tíma, þið  sem ætlið að keppa.

Skráning á mótið sjálft fram í gegnum netið og þarf að vera búið að skrá sig fyrir kl. 17.00 miðvikudaginn 18. mars 2009 til sigurbjorg.thorunn@gmail.com fram þarf að koma: nafn knapa og hests, aldur, litur og upp á hvora hönd þið viljið ríða. Skráningargjald er 500.- krónur og greiðist á keppnisstað.

Einnig minnum við á að engin reiðþjálfun verður hjá Þórir í næstu viku það er 16. mars - 20.  mars  2009 (sjá dagskrá æskulýðsnefndar).

Kveðja

Æskulýðsnefnd Þyts

Flettingar í dag: 1246
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 6167
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 1755081
Samtals gestir: 83914
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:34:55