15.03.2009 21:56

SMALINN

SMALINN er næsta mót liðakeppninnar og verður í Hvammstangahöllinni 20. mars nk. Brautin verður uppi í Hvammstangahöllinni allan miðvikudaginn.
Skráningu skal lokið að miðnætti þriðjudagsins 17. mars. Skráning hjá Kollu á emeil:
kolbruni@simnet.is Fram þarf að koma nafn knapa, hestur, ætt, litur og aldur. Skráningargjald 1.000.- Hægt er að greiða skráningargjaldið fyrir mót og leggja inn á 1105-15-200343 kt. 550180-0499. Aðgangseyrir 500.-
Brautin er eins og myndin hér að neðan sýnir. Mótið byrjar kl. 19.00 stundvíslega.

Keppt verður í Unglingaflokki, 2. flokki og 1. flokki. Stig í Unglingaflokki eru 3 -2-1-1-1, stig í 2. flokki eru 10-9-8-7-6-5-4-3-2-1 og stig í 1. flokki eru 10-9-8-7-6-5-4-3-2-1. Í 1. og 2. flokki fá 10 hestar að fara brautina aftur en 5 í Unglingaflokki.

 



Mótanefnd hafa borist margar skemmtilegar spurningar um mótið og ákváðum við að skella þeim á netið:

  • Mun Konni í Böðvarshólum mæta með hundinn?
  • Með hvaða 1. verðlauna stóðhest mun Tryggvi Björns mæta með?
  • Mætir A-Hún í búning?
  • Er www.snobb.is síðan komin í gagnið, hvað er lykilorðið?
  • Mætir Haddý aftur í reiðbuxum?
  • Er Hjördís ennþá öfundsjúk út í flottu Ástundspeysurnar?
  • Mætir Jói á Bessastöðum á réttum tíma?
  • Hvaða 1. verðlauna meri mun Tryggvi lána Loga?
  • Mun Sigrún mæta með límband fyrir munninn?
  • Kemur Dóri Fúsa í hjólastól með þyrlu?
  • Kemur Höddi í lögreglufylgd?
  • Hvað gerir Víðidalsliðið núna? Hverjir koma og keppa fyrir þá? Amma hans Tryggva? (www.bitur.is)
  • Nagar Raggi puttann á meðan Kolla keppir?
  • Er Gunni ekki búinn að ná sér eftir höfuðhöggið? er hann kannski bara alltaf svona?

 

Flettingar í dag: 2032
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1419219
Samtals gestir: 74876
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 12:19:55