26.03.2009 08:25
Stórsýning austur - húnvetnskra hestamanna
Í Reiðhöllinni Arnargerði laugardaginn 28. mars kl. 14:00.
Í ár höldum við 10. sýninguna en Reiðhöllin er 9 ára um þessar mundir. Að þessu sinni er sýningin borin uppi af almennum hestamönnum og konum á öllum aldri og u.þ.b. 50 börnum/unglingum. Markmiðið er að sýna þá miklu breidd sem er í iðkendahópnum hér í héraðinu og hvaða ánægju og skemmtun menn geta haft af návist við hesta og menn þegar færi gefst frá hinu daglega amstri.
Auk þess heimsækir Sigurbjörn Bárðarson okkur en hann kom einmitt fram á fyrstu sýningunni.
Miðaverð er kr. 1.200 fyrir 13 ára og eldri en kr. 500 fyrir 12 ár og yngri.
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 1849
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 643
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1906703
Samtals gestir: 87581
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 09:39:54