24.09.2009 13:46

Krónprisessa stóðréttanna - Víðidalstungurétt



Stóði Víðdælinga verður smalað föstudaginn 2.október næstkomandi. Er búist við fjölmenni. Stóðinu verður réttað í Víðidalstungurétt laugardaginn 3.október nk. Stóðið er rekið til réttar kl.10:00 og réttastörf hefjast.

Kl. 13:00 verður uppboð á völdum hrossum.  M.a. verður boðið upp brúnskjótt hestfolald Unnar frá Blönduósi sem er undan Álfi frá Selfossi og 1.verðlauna hryssunni Uglu frá Kommu. Þarna er tækifærið að ná sér í framtíðarstóðhest. Þeir  hafa ekki verið ófáir stóðhestarnir sem hafa komið frá Kommu á sl. árum

Kl. 14:30 verður dregið í happdrætti. Allir þeir sem kaupa sér kaffi hjá Kvenfélaginu Freyju fá happdrættismiða í kaupbæti.  Fjöldi glæsilegra vinninga þar sem folald er aðalvinningurinn. Ekki dónalegt það.

Á laugardagskvöldið verður stóðréttadansleikur í Víðihlíð þar sem sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson leikur fyrir dansi.

Margir ferðaþjónustustaðir í nágrenninu eru með spennandi tilboð á mat og gistingu þessa helgi. . Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá ferðþjónustuaðilum í Húnaþingi vestra.

Verið velkomin í Víðidalstungurétt laugardaginn 3.október þar sem hestar og menn hittast. Þar verður gaman..............................

Flettingar í dag: 1195
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1247
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 2473795
Samtals gestir: 93996
Tölur uppfærðar: 3.11.2025 19:12:06