15.10.2009 08:56

Hross flutt út fyrir 1,2 milljarða

Útflutningur á hrossum hefur verið svipaður í ár og í fyrra, sem í sjálfu sér er góður árangur að mati Gunnars Arnarsonar, sem sér um skipulagningu á útflutningi.

"Þótt ástandið sé slæmt á Íslandi er kreppa víðar og það er ekki sjálfgefið að fólk kaupi íslenska hesta í slíku árferði, en gengið hefur hjálpað okkur," segir Gunnar.

Mest er flutt út af hestum til Noregs, Svíþjóðar og Þýskalands. Í fyrra voru seldir um 1.500 hestar, en útflutningurinn til þessa í ár er um 1.200 hestar.

Framundan er mesti annatíminn í útflutningnum, en haustin þykja hagstæð til útflutnings þegar hiti hefur minnkað í helstu viðskiptalöndunum og breytingin er mildust fyrir hrossin. 

 

Spurður um verð á hestunum sagði Gunnar að það gæti verið á bilinu frá 200 þúsund krónum upp í um 20 milljónir. Ekki væri óalgengt að reiðhestur væri seldur á 7-800 þúsund krónur.

Ef miðað er við að meðalverð á hesti til útflutnings sé 800 þúsund krónur og heildarútflutningur ársins nemi 1.500 hestum má ætla að tekjur af útflutningnum séu um 1,2 milljarðar.


www.mbl.is  

Flettingar í dag: 3039
Gestir í dag: 134
Flettingar í gær: 2343
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 2096999
Samtals gestir: 89730
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 10:16:18