09.11.2009 08:46

Uppskeruhátíð Þyts 2009Þá er Uppskeruhátíðinni lokið þetta árið og var hún auðvitað mjög skemmtileg eins og alltaf. Verðlaun voru veitt fyrir stigahæstu knapa ársins, efstu ræktunarhross í hverjum flokki og ræktunarbú ársins.

Stigahæstu knapar ársins 2009 eru:

Ungmennaflokkur;

Helga Una Björnsdóttir. Í ungmennaflokki á Fjórðungsmóti sigraði hún á Karitas frá Kommu með einkunnina 8,57. Á mótinu hlaut Helga einnig reiðmenntunarverðlaun Félags tamningamanna fyrir glæsilegan árangur. Helga er eins og allir vita afar efnilegur knapi sem á bjarta framtíð fyrir sér. Á Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna, keppti Helga í 4-gangi og 5-gangi. Helga keppti á Hljómi frá Höfðabakka í 4-gangi og enduðu þau í 7. sæti og í 5-gangi keppti hún á Abbadís frá Feti og enduðu þær í 6. sæti svo eitthvað sé nefnt af hennar árangri á árinu.
Helga Una var líka tilnefnd sem efnilegasti knapi landsins 2009.

2. flokkur;

Hjördís Ósk Óskarsdóttir. Hjördís stóð sig vel á árinu. Í Húnvetnsku liðakeppninni, varð þarð hún önnur í tölti og fjórgangi á Þrótti frá Húsavík. Á Gæðingamóti Þyts varð Hjördís í fjórða sæti í B-flokki á Hvin frá Sólheimum og á Íþróttamóti Þyts varð hún í 2. sæti í tölti og vann fjórgang á Þrótti frá Húsavík.

1. flokkur

Tryggvi Björnsson. Tryggvi er búinn að standa sig frábærlega á árinu. Hér kemur upptalning á því helsta. Í Húnvetnsku liðakeppninni sigraði hann töltið á Braga frá Kópavogi, vann fimmganginn á Herði frá Reykjavík og endaði annar í fjórgang á Hrannari frá Íbislhóli. Á ístölti Austurlands vann hann tölt á Júpiter frá Egilsstaðabæ, endaði annar í A-fl. á Herði frá Reykjavík og 5. í B-flokki á Glampa frá Stóra Sandfelli. Á ísmóti Riddaranna varð hann í þriðja sæti í B-flokki á Glampa frá Stóra Sandfelli og í öðru sæti í A-flokki á Herði frá Reykjavík.
Á íþróttamóti UMSS, varð Tryggvi annar í tölti og fjórgangi á Braga frá Kópavogi og því samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina. Á Bautamótinu endaði hann í 5. sæti á Braga.
Á Félagsmóti Þyts vann Tryggvi B-flokkinn á Akki frá Brautarholti og varð annar á Braga frá Kópavogi. Hann vann A-flokkinn á Grásteini frá Brekku. Á Fjórðungsmótinu enduðu þeir Akkur svo fjórðu í B-flokki.
Á Íþróttamóti Þyts vann Tryggvi 100 m skeið á Herði frá Reykjavík og 150 m skeið á Funa frá Hofi. Á Fákaflugi endaði Tryggvi í 2. sæti á Braga og vann 100 m skeið á Herði. Á stórmóti á Melgerðismelum vann hann B-flokkinn á Braga frá Kópavogi og endaði í 5 sæti á Hraða frá Úlfsstöðum. Á Metamóti Andvara endaði hann í 7 sæti í B-flokki á Braga frá Kópavogi.
Fyrir utan þetta er Tryggvi búinn að sýna fjöldann allan af kynbótahrossum á árinu sem kemur ekki með til útreiknings á knapa ársins hjá Þyt.


 

Grafarkot var valið hrossaræktarbú ársins 2009, það hefur um árabil verið í fylkingarbrjósti þeirra sem stunda hrossarækt í Húnaþingi. Þrátt fyrir gott gengi flest undanfarin ár er þetta trúlega það uppskerumesta. Í ár voru sýnd frá búinu 13 hross sem hlutu að meðaltali 7,91 í einkunn af þessum 13 hrossum voru 5 með yfir 8 í aðaleinkunn sem er 38,5%

   Hedda og Grettir


Viðurkenningar kynbótahrossa:
  
Þessum viðurkenningum má skipta í þrennt, í fyrsta lagi fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin í hverjum aldurshópi. Í öðru lagi fyrir hæst dæmdu hryssuna og hæst dæmda stóðhestinn óháð aldri. Og í þriðja lagi hrossaræktarbú ársins í Húnaþingi vestra. Þau hross sem fá viðurkenningu  þurfa að vera í eigu félagsmanna. Við val á hrossaræktarbúi ársins eru talin saman öll hross fædd á viðkomandi búi - sem til dóms hafa komið á árinu - og þeim gefin stig eftir árangri þeirra og aldri við dóm.


4. vetra hryssur:

1. sæti: Kara frá Grafarkoti
            Bygg: 8,33 Hæfil. 7,80. Aðaleink. 8,01
            Eigendur: Indriði Karlsson og Herdís Einarsdóttir 
            Sýnandi: Tryggvi Björnsson

2. sæti: Bylting frá Bessastöðum
            Bygg: 7,98  Hæfil: 7,85  Aðaleink: 7,91
            Eigandi og sýnandi: Jóhann B Magnússon

3. sæti: Eik frá Grund

   Bygg . 7,98  Hæfil: 7,49  Aðaleink: 7,69

            Eigendur: Þórir Ísólfsson og Ísólfur Líndal Þórisson
            Sýnandi: Ísólfur Líndal Þórisson

5. vetra hryssur:
1. sæti: Brimkló frá Efri-Fitjum
            Bygg: 8,07 Hæfil 8,23 Aðaleink. 8,17
            Eigendur: Gunnar Þorgeirsson og Gréta B Karlsdóttir
            Sýnandi: Tryggvi Björnsson

2. sæti: Fregn frá Vatnshömrum
            Bygg: 7,94 Hæfil. 8,17 Aðaleink. 8,08
            Eigandi og sýnandi: Jóhann B Magnússon

3. sæti: Hrönn frá Leysingjastöðum 
            Bygg: 7,91  Hæfil: 8,06 Aðaleink: 8,0
            Eigendur: Ísólfur L Þórisson og Vigdís Gunnarsdóttir
            Sýnandi: Ísólfur L Þórisson

6. vetra hryssur:
1. sæti: Líf frá Syðri Völlum

   Bygg: 8,14  Hæfileik: 8,29 Aðaleinkunn 8,23

   Líf frá Syðri Völlum er jafnframt hæst dæmda hryssan á félagssvæðinu.

            Eigendur: Reynir Aðalsteinsson og Lars Andersson
            Sýnandi: Einar Reynisson

2. sæti: Skinna frá Grafarkoti

    Bygg: 7,99 Hæfil: 8,03 Aðaleink: 8,02 
    Eigendur: Indriði Karlsson og Herdís Einarsdóttir
    Sýnandi: Herdís Einarsdóttir
    

3. sæti: Dröfn frá Síðu 
            
Bygg: 7,61  Hæfil: 8,28 Aðaleink: 8,01
            Eigandi: Jón Júlíusson
            Sýnandi: Guðröður Ágústsson

7. vetra hryssu og eldri:
1. sæti:
Snælda frá Bjargshóli     
            Bygg: 7,94  Hæfil: 8,33 Aðaleink: 8,18
            Eigandi: Eggert Pálsson
            Sýnandi: Sigurður Vignir Matthíasson

2. sæti: Dís frá Stóru Ásgeirsá 
            Bygg: 8,08  Hæfil: 8,12 Aðaleink: 8,14
            Eigandi: Ingolf Nordal
            Sýnandi: Tryggvi Björnsson


3. sæti: Þruma frá Stóru Ásgeirsá 
            Bygg: 7,90 Hæfil: 8,10 Aðaleink: 8,02
            Eigandi: Ingolf Nordal
            Sýnandi: Þórður Þorgeirsson


Enginn 4. vetra stóðhestur í eigu félagsmanna var sýndur á árinu.
 


5. vetra stóðhestar:
1. sæti: Kufl frá Grafarkoti
            Bygg 7,98 Hæfil. 7,89 Aðaleink. 7,93
            Eigendur: Indriði Karlsson og Herdís Einarsdóttir
            Sýnandi: Tryggvi Björnsson

2. sæti Kaleikur frá Grafarkoti
            Bygg 8,02, Hæfil. 7,72 Aðaleink. 7,84
            Eigendur Indriði Karlsson og Herdís Einarsdóttir
            Sýnandi: Elvar Logi Friðriksson

6. vetra stóðhestar
1. sæti: Ræll frá Gauksmýri

    Bygg: 7,93  Hæfil: 8,50  Aðaleink: 8,27

             Eigendur: Jóhann Albertsson og Sigríður Lárusdóttir
             Sýnandi: Tryggvi Björnsson

7. vetra og eldri stóðhestar:
1. sæti: Kraftur frá Efri-Þverá
            Bygg; 8,22 Hæfil. 8,36 Aðaleink. 8,31
            Eigandi: Sigurður Halldórsson
            Sýnandi: Ísólfur Líndal Þórisson

2. sæti: Grettir frá Grafarkoti
            Bygg: 8,18 Hæfil. 8,26 Aðaleink. 8,23
            Eigandi og sýnandi: Herdís Einarsdóttir

3. sæti: Sikill frá Sigmundarstöðum
            Bygg: 8,04 Hæfil. 8,34 Aðaleink. 8,22
            Eigendur: Gunnar Reynisson og Soffía Reynisdóttir
            Sýnandi: Reynir Aðalsteinsson

Flettingar í dag: 264
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 441
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1160092
Samtals gestir: 62886
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 07:48:03