19.11.2009 14:44

KS-Deildin byrjar á þorra

Deildin, verður haldin í þriðja sinn í vetur. Mótaröðin fer að venju fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkóki. Eyþór Jónasson, framkvæmdastjóri Svaðastaðahallarinnar og einn af eigendum KS-Deildarinnar, segir að hvergi verði slakað á í vetur. Kaupfélag Skagfirðinga standi sterkt að baki deildarinnar og fullur byr sé í seglunum. Eyþór segir að mikill áhugi sé á meðal knapa á svæðinu og býst við töluvert meiri þátttöku í úrtöku en í fyrra. Úrtakan fer fram í janúar á nýju ári og fyrsta mótið seinni partinn í febrúar. Árni Gunnarsson hjá kvikmyndagerðinni Skottu ehf. mun gera sjónvarpsþætti um mótaröðina eins og í fyrra.

Úrtakan fyrir laus sæti verður 27. janúar.

Keppniskvöld verða eftirfarandi:

17. febr. 3. mars 17. mars og 7. apríl


heimild: www.vb.is
Flettingar í dag: 1163
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 4713
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 2237393
Samtals gestir: 91680
Tölur uppfærðar: 31.8.2025 05:51:52