11.12.2009 23:39
Óvæntur liðstyrkur í lið 1
Senn líður að liðakeppnin hefjist og stemmingin að magnast í kringum það og mikið rætt á kaffistofum þessa dagana. Við í liði Hvammstanga, Miðfjarðar og Hrútafjarðar riðum ekki feitum hesti frá þessari keppni í fyrra og höfum því ákveðið að styrkja lið okkar til muna og beita sömu skítabrögðum og Víðidalsliðið gerði í fyrra. Ég byrjaði á því að hafa samband við frænda minn Tryggva Björnsson. Ákvað hann á einu augabragði að þiggja boð mitt um að ganga til liðs við okkur, enda tenging hans við þetta lið mun meiri en Víðidalsliðið, amma hans býr á Hvammstanga (svo augljóst). Nú eftir veru Tryggva í þessu liði Víðdælinga býr hann yfir þekkingu að smala í lið sem við kunnum ekki, treystum við á að Tryggvi geti kennt okkur klækina sem Logi beytti í vetur til að ná í mannskap og vinna þessa keppni. Við ætlum okkur að styrkja lið okkar en frekar á næstu dögum en fréttir af því koma síðar. Við höfum bara eitt markmið í ár það er að vinna þessa keppni.
Virðingarfyllst
Guðrún Ósk, liðstjóri liðs 1