29.12.2009 14:03
Viðtal við Magnús Elíasson á Stóru Ásgeirsá
Magnús Ásgeir Elíasson bóndi á Stóru-Ásgeirsá tók við alveg örugglega 2007 eða 2008 af Elíasi og Siggu, foreldrum sínum. Magnús keypti smá sauðfjárstofn úr Þingeyjarsýslunni á bæ sem heitir Bjarnastaðir af bændunum þar þeim Halldóri og Elínu. Sá stofn er hyrntur, þær eru vel stuttar og svona massaðar eins og ég, sagði Magnús stoltur. Ári seinna keypti hann sér svo kollóttar ær af ströndunum, af bæjunum Heiðdalsá (báðum), Smáhömrum og svo Geststöðum. Kollóttu ærnar eru bæði lengri, háfættari og svolítið krúttlegri að mati Magnúsar. Magnús er kominn með heimasíðu http://asgeirsa.123.is/ endilega kíkið á hana.
En hér kemur viðtalið sem ég tók við hann.
1. Hvað áttu mörg hross sjálfur?
Ja... ég á orðið nokkur hross samt engan fjölda en ég á 2 geldinga, 8 merar, 1 folald og svo 1 graðhest. Þá held ég að það sé upptalið.
2. Á húsi hjá þér í vetur verða þetta aðallega þín hross eða ertu að taka mikið í tamningu fyrir aðra?
Þetta verður svona blandað bæði fyrir aðra, fyrir sjálfan mig og svo föður minn.
3. Hvernig finnst þér að vera orðinn fjárbóndi líka?
Þessari spurningu er mjög svo létt að svara. Sauðfé er hobbý fyrir mig. Það allavegana svona fyllir út í daginn fyrir mann, svo er mjög gaman að bara horfa á sauðkindina sér svona til dægrastyttingar.
4. Áttu eitthvað u. Meyvant?
Já ég á eitt folald lítur vel út og er ég búinn að skýra það og nafnið er Hástígur. Bara svona til vonar og vara ef að hann verður háfættari en faðir sinn.
5. Ertu með aðstoðarfólk í tamningunum?
Ekki eins og er nema stundum kemur gamli maðurinn, þá náttúrulega nota ég hann eins og ég get. En maður veit aldrei hvað maður gerir á nýu ári.
6. Stefnir þú hátt í Húnvetnsku liðakeppninni í vetur? Ertu með einhverja efnilega kandídata?
No comment. Nei ég hef ekki hugmynd um það. Ég verð með og vonandi á mér eftir að ganga svona þokkalega, en ég er slakur á kantinum og þetta kemur bara allt í ljós. En svona... ég ætla að gera betur en í fyrra og það er ágætt markmið. En landslið Víðidals verður trúlega bara með hreinræktaða víðdælinga þetta árið :)
7. Undan hvaða stóðhestum eignast þú folöld næsta vor? Óm frá Kvistum.
8. Stefnir þú með eitthvað á LM? Ja maður veit ekki það er eitthvað til sem hægt er að stefna með en annars kemur þetta bara í ljós.
9. Magnús nú ert þú stórbóndi, hvað finnst þér um íslenskan Landbúnað? Íslenski landbúnaðurinn þarf að vera til staðar, og til dæmis með mig að ef ég hefði ekki svona gaman af þessu þá væri ég að að gera eitthvað annað.
Núna var Magnús farinn að geispa í símanum (ég komst nefnilega ekki í heimsókn, svo langt niður í Víðidal af Vatnsnesinu) og mér fannst eins og ég þyrfti að poppa viðtalið örlítið upp og spurði hann því eftirfarandi spurninga:
10. Ertu búinn að kaupa þér örmerkingarskanna?
Nei, enda á ég svo fá hross að ég hlýt að þekkja þau.
11. Lýstu draumastúlkunni? Ég bara veit ekki hvernig hún lítur út, en það væri góður kostur ef drauma daman væri geðgóð, léttlynd og með long legs ;)
12. Hver er að þínu mati kynþokkafyllsti bóndinn í Víðidal? Ef maður á að segja alveg satt og svona út frá hjartanu, þá er það tvímælalaust ég, og þó væri víða leitað í Húnaþingi vestra.
13. Hvernig fannst þér skemmtiatriðin á Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtakanna?
Mér fannst þau bara mjög góð nema það var of lítið gert grín af mér.
14. Hvenær ætlar þú að gefa út plötu með frumsömdu efni? Vonandi gerist það einhverntímann og planið er að það gerist áður en ég verð þrítugur... svo bíðiði spennt ...
15. Að lokum Magnús, ef þið feðgar væruð staddir niður í Kaupfélagi á miðjum degi og þar væru Gulli á Söndum og Ari á Skarfhóli alls naktir með gula uppþvottahanska á hausnum í eltingaleik og við hvert klukk myndu þeir segja ,,klukk þú ert hann", hvor ykkar feðga yrði meira hissa?
Magnús hugsaði sig örlitla stund um en fór svo að hlæja og sagði... ætli pabbi yrði ekki meira hissa en ég myndi vilja fá að vera með J Hesthúsið á Stóru-Ásgeirsá