08.03.2010 19:40

Karlareið á Svínavatni

Næstkomandi laugardag verður karlareið á Svínavatni. Farið verður af stað kl. 14.00. Safnast verður saman norðan við Svínavatn og riðið úr "Bótinni" og haldið suður vatnið að Stekkjardal undir traustri fararstjórn. Alls eru þetta c.a 8 km. Að ferð lokinni verður grillað í Reiðhöllinni Arnargerði við Blönduós. Gjald er kr. 3.500 pr mann og skal tilkynna þátttöku fyrir miðnætti 10.mars til einhvers eftirtalinna.

Jóns Kr. Sigmarssonar             sími 898 9402
Guðmundar Sigfússonar           sími 892 6674
Páls Þórðarsonar                      sími 848 4284
 

Í fögru veðri laugardaginn 21. mars á síðasta ári reið hópur hestamanna endilangt Svínavatn. Í upphafi ferðar fór fyrrum garðprófastur, Magnús í Steinnesi með ferðabæn sbr mynd og í heild var feðin frábær.  Ísinn mjög góður og á miðju vatni beið hressing fyrir hestana, sem þeir gerðu góð skil. Þá undir kirkju á Svínavatni var komið lyfti Ægir fararstjóri fleig og þakkaði góða ferð.
 

Svínavatnið er talið um 12 km langt og þrátt fyrir hláku dagana fyrir þessa ferð var varla nokkurs staðar vatn á ísnum og hann mjög traustur.Rétt í byrjun ferðar virtust hestar óöruggir og jafnvel sumir knapar einnig, en mönnum og hestum óx ásmegin eftir því sem lengra út á vatnið kom.
 

Sammála voru menn að ferðin hafi verið frábær og mikill áhugi að endurtaka leikinn síðar. Svínavatnið er mikil vannýtt auðlynd, sem stendur vonandi til bóta.  Það hefur sannað sig sem einn frábærasti mótsstaður fyrir ísmót og enginn vafi er að fjölmargir almennir hestamann gætu haft hug á að koma með í skipulagða ferð um vatnið.

 

Myndirnar tók Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum.
 

       
Flettingar í dag: 2032
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1419219
Samtals gestir: 74876
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 12:19:55