23.03.2010 12:05
Ræktun 2010 á Sauðárkróki
Styttist nú óðfluga í sýninguna Ræktun Norðurlands 2010. Útlit er fyrir að nokkrir magnaðir hópar frá hrossaræktunarbúum verði meðal sýningaratriða. Þar má nefna Garð í Hegranesi, en þaðan hefur hver gæðingurinn af öðrum komið nú á síðustu árum, þá verður hópur frá hinum þekktu ræktunarbúum Vatnsleysu í Skagafirði og Lækjarmóti í Vestur-Hún.
Síðan er von á frumlegri sýningu úr heimsmeistara ræktuninni á Íbishóli. Síðast en ekki síst skal nefna tvö bú sem bæði hömpuðu titlinum "Ræktunarbú ársins 2009" hvort á sínu svæði en það eru Steinnes í A-Hún. og Grafarkot í V-Hún. Sýningin fer fram n.k. laugardagskvöld (27. mars) í reiðhöllinni Svaðastöðum kl: 20:00.www.svadastadir.is
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 1942
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 643
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1906796
Samtals gestir: 87581
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 10:01:38